Sólber ‘Polar’ – Ribes nigrum ‘Polar’
Harðgerður, lágvaxinn berjarunni. Hæð um 60. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Blóm þola næturfrost. Uppréttur vöxtur. Stór ber sem þroskast snemma og jafnt. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 sm. Má nota sem þekjuplöntu. Danskt yrki.
Vörunr.
26013930a046
Vöruflokkar: Ávaxtatré og berjarunnar, Þekjuplöntur
Tengdar plöntur
Litli eldrunni – Chaenomeles japonica
Lágvaxinn runni (1 m). Blómin meðalstór, rauðgul. Aldinið gulgrænt, hart "epli". Sólelskur. Þarf skjólgóðan vaxtarstað. Sjaldgæfur hérlendis og reynsla takmörkuð. Erlendis er aldinið nýtt í hlaup og sultur. Óvíst er um aldinþroska utandyra hérlendis. Tilvalinn til ræktunar í óupphituðum gróðurhúsum / skálum.
Hafþyrnir – Hippophae rhamnoides
Harðgerður, þyrnóttur, lágvaxinn - hávaxinn runni (1 - 3 m). Laufið grásilfrað. Blómin smá og lítið árberandi. Sérbýll. Kvenplöntur þroska rauðgul, æt ber séu karlplöntur í nágrenninu. Ein karlplanta dugar til að fræva nokkrar kvenplöntur. Vindfrævun. Berin hanga á runnunum langt fram á vetur þar sem fuglar virðast lítið sækja í þau. Sólelskur. Vind- og saltþolinn. Lifir í sambýli við niturbindandi bakteríur sem gerir honum kleift að vaxa í rýrum jarðvegi. Hafþyrnir hefur mjög skriðullt og kröftugt rótarkerfi. Berin eru nýtt í sultur og þess háttar og eru sögð mjög holl og eru t.d. mjög C-vítamínrík. Laufið má nýta í te. Hentar sérlega vel við sjávarsíðuna, til að binda sendinn og malarborinn jarðveg og þess háttar. Rótarskot geta verið til ama t.d. nálægt gangstéttum og þess háttar. Fer jafnvel í gegnum malbik! Heimkynni: Kaldtempruð svæði Evrasíu. Í heimkynnum sínum vex hafþyrnir aðallega með ströndum fram og til fjalla.
Lundahæra – Luzula sylvatica
All harðgerð, sígræn, fjölær, graskennd jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Laufið gljáandi. Hært á blaðjöðrum. Blómhnoð í smáum klösum sem standa upp úr blaðbreiðunni, brún en ekki áberandi. Lundahæra er all skuggþolin. Hentar sem þekjandi undirgróður undir trjám og runnum, í beðjöðrum, við tjarnir og læki. Breiðist rólega út. Þrífst vel í rökum - meðalrökum jarðvegi. Þolin gagnvart breytilegu sýrustigi jarðvegs þó hún vaxi venjulega villt í súrum jarðvegi. Heimkynni Evrópa og SV-Asía.
Berjablátoppur ‘Honey Bee’ – Lonicera caerulea ‘Honey Bee’
Harðgerður lágvaxinn - meðalstór, sumargrænn runni. Blómin gulgræn í apríl/maí. Aldinið blátt, aflangt, sætt og bragðgott ber sem þroskast síðsumars (ágúst). Berjablátoppur 'Honey Bee' er ekki sjálffrjóvgandi og þarf því frjó frá öðru yrki af blátopp til að þroska ber. Þrífst vel í hálfskugga en þroskar meira af berjum í sól. Þrífst vel í allri venjulegri garðmold. Millibil 80 - 100 sm. Reynsla af ræktun berjablátopps er ennþá takmörkuð. Helsta vandamálið hérlendis er að blómin skemmast gjarnan í vorfrostum sem veldur lítilli berjauppskeru. Berjablátoppur 'Honey Bee' er sagður sérlega góður til að frjóvga önnur yrki af berjablátopp. Berin á 'Honey Bee' eru sögð haldast sérlega vel á runnunum en ekki falla af eins og stundum gerist með önnur yrki. Kanadískt yrki.
Sólber ‘Storklas’ – Ribes nigrum ‘Storklas’
Harðgerður berjarunni. Hæð: 150 sm. Nokkuð uppréttur vöxtur. Stór ber með þykku skinni. Ber henta því vel til frystingar. Seinþroska. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Sænskt yrki. Gróðursetjið með um 1 m millibili í frjóan og rakaheldin jarðveg. Setjið moltu eða veðraðan búfjáráburð yfir moldina snemma vors árlega. Sænskt yrki.
Ígulrós / skráprós – Rosa rugosa – Íslenskar fræplöntur
Harðgerður, lágvaxinn - meðalhár runni (1 - 1,5 m). Blómin stór, einföld, yfirleitt rauðfjólublá, ilmandi. Stórar rauðar nýpur þroskast á haustin. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Þrífst vel í sendnum og malarbornum jarðvegi. Skríður talsvert út með rótarskotum. Tilvalin til að binda jarðveg t.d. í brekkum, röskuðum svæðum og þess háttar. Einnig til framleiðslu á nýpum sem nota má í te, sultu, grauta og fleira. Einnig nefnd "garðarós", "skráprós" og jafnvel "hansarós". Hansarós (R. rugosa 'Hansa') er aftur móti vinsælt yrki af ígulrós með þéttfylltum, rauðfjólubláum blómum sem sjaldan þroskar nýpur.
Villijarðarber – Fragaria vesca
Harðgerð, lágvaxin, íslensk jurt. Laufblöðin þrífingruð. Smáblöðin tennt og silfurhærð á neðra borði. Blómin hvít með fimm krónublöðum og gulum fræflum og frævum. Blómgast frá því í júní og fram eftir sumri. Síðsumars geta verið blóm og þroskuð ber á sömu plöntunni. Berin eru fremur lítil en bragðgóð og þroskast síðsumars og fram á haust. Berin eru í raun útbelgdur blómbotn og aldinin (hneturnar) sitja þar utan á. Dreifir sér kynlaust með jarðlægum renglum. Þolir vel hálfskugga en þá verður minni berjaþroski. Þrífst vel í öllum sæmilega frjóum, vel framræstum jarðvegi. Heimkynni: Víða á norðurhveli jarðar þar með talið Ísland.
Stikilsber ‘Hinnonmäki’ – Ribes uva-crispa ‘Hinnonmäki’
Harðgerður, lágvaxinn (70 - 100 sm, stundum hærri), þyrnóttur berjarunni. Berin stór með áberandi æðum. Erum með annars vegar 'Hinnonmäki' með rauðbrúnum berjum og svo samsvarandi yrki með gulgrænum fullþroska berjum. Uppskerumikil yrki í fullri sól, sæmilega frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibili 70 - 80 sm. Stikilsber þola hálfskugga en þá verður uppskeran minni. Berin má nýta í sultur, grauta og fleira. Finnsk yrki. Rifsþéla getur verið vandamál.