Sólber ‘Polar’ – Ribes nigrum ‘Polar’
Harðgerður, lágvaxinn berjarunni. Hæð um 60. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Blóm þola næturfrost. Uppréttur vöxtur. Stór ber sem þroskast snemma og jafnt. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 sm. Má nota sem þekjuplöntu. Danskt yrki.
Vörunr.
26013930a046
Vöruflokkar: Ávaxtatré og berjarunnar, Þekjuplöntur
Tengdar plöntur
Hlíðaramall / Hunangsviður – Amelanchier alnifolia
Harðgerður lágvaxinn - meðalstór runni (1 - 2 m). Laufið blágrænt. Haustlitur gulur - rauðgulur. Blómin hvít í klösum snemmsumars. Berin fyrst græn, svo fjólublá og loks svarblá fullþroska. Æt og bragðgóð hrá eða í sultur, bökur, þurrkuð og s.frv. Fuglar sækja mjög í berin. Fremur hægvaxta. Hlíðaramall þrífst í allri venjulegri garðmold. Þolir hálfskugga en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar í raðir, þyrpingar og blönduð beð með öðrum runnum og blómjurtum. Millibil um 1 m. Hentar einnig í villigarða og sumarhúsalóðir. Stundum ber á rótarskotum. Hlíðaramallinn okkar er allur af íslensku fræi. Ein móðurplantan er af fræi frá Skagway, Alaska. Heimkynni: N-Ameríka, vestanverð.
Hélurifs ‘Lukka’ – Ribes laxiflorum ‘Lukka’
Harðgerður, lágvaxinn (30 - 50 sm), jarðlægur runni. Laufið handflipótt. Laufgast í apríl. Rauðir haustlitir birtast strax í ágúst. Rauðbrún blóm í klasa í maí. Blá, héluð, , hærð, æt ber þroskast í lok júlí eða í ágúst. Má nýta í sultu og fleira.
Hélurifs 'Lukka' þrífst í sæmilega frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Skuggþolið en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar sem undirgróður undir trjám, í kanta, jaðra og þess háttar. Nóg er að planta 1 - 2 plöntum á fermetra. 'Lukka' er úrvalsyrki úr Lystigarði Akureyrar. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka. Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
Roðakirsi – Prunus pensylvanicum
All harðgert, lágvaxið, einstofna eða margstofna tré eða runni. Hæð 3 - 7 m hérlendis. Blómin hvít í sveip. Aldinið rautt, lítið steinaldin/kirsiber, ætt. Rauðgulir - rauðir haustlitir. Börkur fallega gulbrúnn. Roðakirsi þrífst best á sólríkum stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstætt eða fleiri saman í þyrpingum með 2,5 millibili hið minnsta. Fremur sjaldgæft hérlendis.
Krosshnappur – Glechoma hederacea
Harðgerð, jarðlæg fjölær, sígræn, þekjandi jurt. Laufið gjarnan rauðbrúnleitt. Laufið er ætt. Blómin fjólublá miðsumars. Þolir hálfskugga. Ilmandi. Þrífst best í frjóum, niturríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta t.d. undir trjám, í ker og potta og þess háttar. Dreifir sér með jarðstönglum. Heimkynni: Evrasía.
Lundahæra – Luzula sylvatica
All harðgerð, sígræn, fjölær, graskennd jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Laufið gljáandi. Hært á blaðjöðrum. Blómhnoð í smáum klösum sem standa upp úr blaðbreiðunni, brún en ekki áberandi. Lundahæra er all skuggþolin. Hentar sem þekjandi undirgróður undir trjám og runnum, í beðjöðrum, við tjarnir og læki. Breiðist rólega út. Þrífst vel í rökum - meðalrökum jarðvegi. Þolin gagnvart breytilegu sýrustigi jarðvegs þó hún vaxi venjulega villt í súrum jarðvegi. Heimkynni Evrópa og SV-Asía.
Rifs ‘Jonkheer van Tets’ – Ribes rubrum ‘Jonkheer van Tets’
Harðgerður berjarunni. Hæð: 1,0 - 1,5 m. Millibil: 80 - 100 sm. Uppskerumikið yrki. Ber þroskast í ágúst - byrjun september. Ber fremur sæt. Vinsæl í hlaup og þess háttar. Þolir vel hálfskugga en uppskerumest í fullri sól. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Venjulega plantað í raðir ásamt öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Hollenskt yrki.
Sólber ‘Storklas’ – Ribes nigrum ‘Storklas’
Harðgerður berjarunni. Hæð: 150 sm. Nokkuð uppréttur vöxtur. Stór ber með þykku skinni. Ber henta því vel til frystingar. Seinþroska. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Sænskt yrki. Gróðursetjið með um 1 m millibili í frjóan og rakaheldin jarðveg. Setjið moltu eða veðraðan búfjáráburð yfir moldina snemma vors árlega. Sænskt yrki.