Sólber ‘Polar’ – Ribes nigrum ‘Polar’
Harðgerður, lágvaxinn berjarunni. Hæð um 60. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Blóm þola næturfrost. Uppréttur vöxtur. Stór ber sem þroskast snemma og jafnt. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 sm. Má nota sem þekjuplöntu. Danskt yrki.
Vörunr. 26013930a046
Vöruflokkar: Ávaxtatré og berjarunnar, Þekjuplöntur
Tengdar plöntur
Sólber ‘Melalathi’ – Ribes nigrum ‘Melalathi’
Harðgerður berjarunni. Hæð: 1 - 1,5 m. Uppréttur vöxtur samanborið við flest önnur sólberjayrki. Bragðgóð og stór ber. Uppskerumikið en berjaklasar þroskast missnemma. Eitt allra vinsælasta sólberjayrkið. Mest uppskera fæst í fullri sól en runnarnir þola vel hálfskugga. Millibil um 1 m. Sólber 'Melalathi' hentar vel sem jaðar- og undirgróður í skjólbeltum. Finnskt yrki.
Blárifs ‘Perla’ – Ribes bracteosum ‘Perla’
Fremur harðgerður lágvaxinn til meðalstór runni (1,5 - 2 m). Laufin fremur stór, handsepótt á löngum blaðstilk. Gulir haustlitir. Blómin brúnleit í útstæðum klösum. Berin bláhéluð í löngum útstæðum klösum. Henta í sultur og þess háttar en ekki sérstök til átu hrá. Blárifs 'Perla' er skuggþolin en þroskar mest af berjum í sól. Þrífst betur við ströndina en inn til landsins. Hentar í raðir, þyrpingar, í berjagarðinn og sem undirgróður undir trjám. 'Perla' er úrvalsyrki valið af Ólafi S. Njálssyni úr Alaskasafni því er barst til landsins með Óla Val og félögum árið 1985.
Hélurifs ‘Lukka’ – Ribes laxiflorum ‘Lukka’
Harðgerður, lágvaxinn (30 - 50 sm), jarðlægur runni. Laufið handsepótt. Laufgast í apríl. Rauðir haustlitir birtast strax í ágúst. Rauðbrún blóm í klasa í maí. Blá, héluð, æt ber þroskast í ágúst. Skuggþolið en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Hentar sem undirgróður undir trjám, í kanta, jaðra og þess háttar. Nóg er að planta 1 - 2 plöntum á fermetra. 'Lukka' er úrvalsyrki úr Lystigarði Akureyrar.
Rifs ‘Hvítt Hollenskt’ – Ribes rubrum ‘Hvítt Hollenskt’
Harðgerður berjarunni. Hæð um 1,5 m. Millibil um 1 m. Berin ljós-gulgræn, sæt. Henta í sultur og hlaup. Fuglar sækja ekki eins mikið í berin og þessi rauðu hefðbundnu rifsber. Rifs 'Hvítt Hollenskt' þolir vel hálfskugga en mest uppskera fæst í fullri sól. Þrífst best í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Setjið veðrað hrossatað eða moltu með við gróðursetningu. Setjið helst lag af moltu snemma vors árlega til að tryggja sem mesta uppskeru. Rifs 'Hvítt Hollenskt' er venjulega plantað í raðir t.d. meðfram matjurtagörðum ásamt öðrum berjarunnum.
Rifs ‘Jonkheer van Tets’ – Ribes rubrum ‘Jonkheer van Tets’
Harðgerður berjarunni. Hæð: 1,0 - 1,5 m. Millibil: 80 - 100 sm. Uppskerumikið yrki. Ber þroskast í ágúst - byrjun september. Ber fremur sæt. Vinsæl í hlaup og þess háttar. Þolir vel hálfskugga en uppskerumest í fullri sól. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Venjulega plantað í raðir ásamt öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Hollenskt yrki.
Roðakirsi – Prunus pensylvanicum
All harðgert, lágvaxið, einstofna eða margstofna tré eða runni. Hæð 3 - 7 m hérlendis. Blómin hvít í sveip. Aldinið rautt, lítið steinaldin/kirsiber, ætt. Rauðgulir - rauðir haustlitir. Börkur fallega gulbrúnn. Roðakirsi þrífst best á sólríkum stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstætt eða fleiri saman í þyrpingum með 2,5 millibili hið minnsta. Fremur sjaldgæft hérlendis.