• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Awaiting product image
Stækka mynd
HeimÁvaxtatré og berjarunnar Sólber ‘Storklas’ – Ribes nigrum ‘Storklas’
Previous product
Ígulrós / skráprós - Rosa rugosa - Íslenskar fræplöntur
Back to products
Next product
Írabergflétta - Hedera hibernica

Sólber ‘Storklas’ – Ribes nigrum ‘Storklas’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 150 sm. Nokkuð uppréttur vöxtur. Stór ber með þykku skinni. Ber henta því vel til frystingar. Seinþroska. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Sænskt yrki. Gróðursetjið með um 1 m millibili í frjóan og rakaheldin jarðveg. Setjið moltu eða veðraðan búfjáráburð yfir moldina snemma vors árlega. Sænskt yrki.

Vörunr. 03b1a115d312 Vöruflokkur: Ávaxtatré og berjarunnar
Deila með

Tengdar plöntur

Loka

Eplatré ‘Transparente Blanche’ – Malus ‘Transparente Blanche’

Ólíkt flestum öðrum eplayrkjum er 'Transparente Blanche' sjálffrjótt. Þó gefur betri raun að planta epli af öðru yrki í grennd til að tryggja betri frjóvgun og aldinmyndun. Góðar frjósortir eru: 'Discovery'/ 'Katja'/ 'Sävstaholm'. Þrífst aðeins í skjóli og sól. Blandið nóg af lífrænu efni í holuna við gróðursetningu (molta, húsdýraáburður). Ágræðslun á að vera ofanjarðar að gróðursetningu lokinni. Setjið stoðir við tréið að gróðursetningu lokinni. Berið tilbúinn áburð í kringum tréið á hverju vori. Vökvið í þurrkatíð. Fullþroska epli eru ljós-gulgræn og bragðgóð og henta til átu beint af trénu en geymast ekki lengi. Stundum kallað 'Hvítt Glærepli'. Yrkið hefur gefið góða og mikla uppskeru hérlendis í góðu árferði.
Placeholder
Loka

Jóstaber – Ribes × nidigrolaria ‘Josta’

Harðgerður berjarunni. Hæð 1,5 - 1,8 m. Fjölbastarður sólberja (Ribes nigrum) og stikilsberja (R. uva-crispa) og skógarstikils (R. divaricatum). Óþroskuð berin minna á stikilsber en fullþroskuð meira á sólber. Heilbrigt yrki. Ber notuð í sultur og þess háttar. Millibil: 1 m. Sólelsk en þola hálfskugga. Þrífst best í frjóum, sæmilega rökum jarðvegi en alls ekki blautum. Plantað í raðir með öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Fremur fljóvaxin.
Loka

Rauðberjalyng / Týtuber ‘Koralle’ – Vaccinium vitis-idaea ‘Koralle’

All harðgerður, lágvaxinn (15 - 20 sm), sígrænn dvergrunni. Blöðin smá, heilrennd. Fölbleikir sætukoppar birtast snemmsumars. Meðalstór, rauð, súrsæt, aðeins bitur, æt ber þroskast að hausti. Sólelskt en þolir hálfskugga. Berjaþroski verður þó mestur í fullri sól. Þrífst best í lítið eitt súrum, rakaheldnum jarðvegi. Dreifir sér með rótarskotum. Myndar breiður. Forðist að rækta með mjög ágengum tegundum. Rauðberjalyng hentar til að klæða beð. Berin eru notuð í sultur og þess háttar. Kallast "lingonberry" á ensku og "tyttebær" á dönsku. Tegundin finnst villt á einstaka stað hérlendis
Placeholder
Loka

Stikilsber ‘Hinnonmäki’ – Ribes uva-crispa ‘Hinnonmäki’

Harðgerður, lágvaxinn (70 - 100 sm, stundum hærri), þyrnóttur berjarunni. Berin stór með áberandi æðum. Erum með annars vegar 'Hinnonmäki' með rauðbrúnum berjum og svo samsvarandi yrki með gulgrænum fullþroska berjum. Uppskerumikil yrki í fullri sól, sæmilega frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibili 70 - 80 sm. Stikilsber þola hálfskugga en þá verður uppskeran minni. Berin má nýta í sultur, grauta og fleira. Finnsk yrki. Rifsþéla getur verið vandamál.
Loka

Hafþyrnir – Hippophae rhamnoides

Harðgerður, lágvaxinn - hávaxinn runni (1 - 3 m). Laufið grásilfrað. Blómin smá og lítið árberandi. Sérbýll. Kvenplöntur þroska æt ber séu karlplöntur í nágrenninu. Berin hanga á runnunum langt fram á vetur þar sem fuglar virðast lítið sækja í þau. Sólelskur. Vind- og saltþolinn. Lifir í sambýli við niturbindandi bakteríur sem gerir honum kleift að vaxa í rýrum jarðvegi. Hafþyrnir hefur mjög skriðullt og kröftugt rótarkerfi. Berin eru nýtt í sultur og þess háttar og eru sögð mjög holl. Hentar sérlega vel við sjávarsíðuna, til að binda sendinn og malarborinn jarðveg og þess háttar. Rótarskot geta verið til ama t.d. nálægt gangstéttum og þess háttar. Fer jafnvel í gegnum malbik!
Placeholder
Loka

Sólber ‘Polar’ – Ribes nigrum ‘Polar’

Harðgerður, lágvaxinn berjarunni. Hæð um 60. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Blóm þola næturfrost. Uppréttur vöxtur. Stór ber sem þroskast snemma og jafnt. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 sm. Má nota sem þekjuplöntu. Danskt yrki.
Loka

Blárifs ‘Perla’ – Ribes bracteosum ‘Perla’

Fremur harðgerður lágvaxinn til meðalstór runni (1,5 - 2 m). Laufin fremur stór, handsepótt, gljáandi á löngum blaðstilk. Gulir haustlitir. Blómin brúnleit í útstæðum klösum. Berin bláhéluð í löngum útstæðum klösum. Henta í sultur og þess háttar en ekki sérstök til átu hrá. Blárifs 'Perla' er skuggþolið en þroskar mest af berjum í sól. Þrífst betur við ströndina en inn til landsins. Hentar í raðir, þyrpingar, í berjagarðinn og sem undirgróður undir trjám. 'Perla' er úrvalsyrki valið af Ólafi S. Njálssyni úr Alaskasafni því er barst til landsins með Óla Val og félögum árið 1985.
Placeholder
Loka

Sólber ‘Hedda’ – Ribes nigrum ‘Hedda’

Harðgerður, fremur lágvaxinn berjarunni (Hæð 1 - 1,5 m). Stór, sérlega bragðgóð ber. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 - 100 sm. Þolir hálfskugga en mest uppskera fæst í fullri sól. Þrífst best í frjóum, ekki of þurrum jarðvegi. Greinar leggjast nokkuð niður með tímanum. Norskt yrki.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.