• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
HeimRunnar Sunnukvistur – Spiraea nipponica
Previous product
Placeholder
Sóltoppur 'Tumi' - Lonicera chrysantha 'Tumi'
Back to products
Next product
Virginíuheggur 'Canada Red' - Prunus virginiana 'Canada Red'

Sunnukvistur – Spiraea nipponica

Harðgerður, í meðallagi hávaxinn runni (1, 5 m, stundum hærri). Greinar bogsveigðar. Blómin hvít í sveipum sem sitja eftir endilöngum greinunum. Gulir – rauðir haustlitir. Sunnukvistur fer vel stakstæður en einnig í röðum og þyrpingum eða í bland með öðrum gróðri. Millibil um 80 sm. Til að eyðileggja ekki vaxtarlagið er best að grisja gamla runna með því að klippa gamlar greinar alveg niður við jörð. Með því móti skapast rými fyrir nýjar greinar að vaxa upp sem seinna meir munu svo blómgast. Sunnukvistur þolir hálfskugga. Vinsæll og algengur um land allt. Virðist vind- og saltþolinn. Laus við meindýr og sjúkdóma.

Vörunr. 27048bf626c2 Vöruflokkar: Runnar, Tré og runnar í pottum
Deila með

Tengdar plöntur

Loka

Baunatré – Caragana arborescens

Harðgerður runni eða lítið tré (1,5 - 2,5 m). Blómin smá, gul, ilmandi. Þau eru æt og má nota í salat. Aldinið belgur með nokkrum ætum baunum/fræjum. Sjóðið fræin áður en þeirra er neytt. Laufið er fjaðrað, mjög ljóst, nánast hvítt á vorin og fyrri part sumars en síðan áberandi gulgrænt. Axlarblöð lík þyrnum. Greinar grænleitar. Sólelskt. Hægvaxta. Lifir í sambýli við niturbinandi bakteríur. Baunatré gerir því litlar kröfur til jarðvegs. Baunatré sómir sér vel stakstætt í garðinum eða í blönduð beð með öðrum gróðri. Einnig má planta baunatré í klippt eða óklippt limgerði. Gengur einnig undir nöfnunum "síberískt baunatré" og "kergi". Náttúruleg heimkynni baunatrés er M-Asía.
Loka

Svartyllir ‘Black Lace’ – Sambucus nigra ‘Black Lace’

Frekar viðkvæmur runni. Hæð: 1,5 - 3,0 m. Laufið tvífjaðrað, dökk-purpurarautt. Blómin ljósbleik í sveip síðsumars. Þroskar ekki aldin hérlendis. Þrífst best í sól en þolir hálfskugga. Verður yfirleitt fyrir haustkali. Þrífst í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Hentar aftarlega í blönduð beð innan um ljósari gróður. Einnig sem stakstæður. Millibil um 1 m eða meir.
Loka

Ilmkóróna ‘Mont Blanc’ – Philadelphus x lemoinei ‘Mont Blanc’

Fremur harðgerður, meðalstór, þéttur runni. Blómin snjóhvít, stjörnulaga og ilma sérlega vel. Blómgast síðsumars (ágúst). Sprotar rauðbrúnir. Greinar verða síðan ljósgrábrúnar. Þolir hálfskugga. Ilmkóróna sómir sér vel stakstæð en hentar einnig í raðir, þyrpingar og blönduð beð. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Algengasta kórónan (Philadelphus sp.) hérlendis.
Loka

Purpurabroddur / sunnubroddur – Berberis x ottawensis ‘Superba’

Meðalstór, þyrnóttur runni (1,5 - 2,5 m). Purpurarautt lauf. Gulir blómklasar í júní. Skærrauðir haustlitir. Þolir vel klippingu. Sólelskur. Hentar í raðir, þyrpingar, stakstæður og jafnvel í klippt limgerði. Þrífst vel í venjulegtri garðmold. Vinsælasti broddurinn hérlendis.
Loka

Mánaklungur – Rubus parviflorus

All harðgerður, meðalhár runni (1 - 2 m). Blöðin stór, flipótt. Blómin hvít, með 5 krónublöðum og gulum fræflum. Aldinið rautt, ætt ber, ekki ósvipað hindberi um 1 sm í þvermál. Þolir vel hálfskugga. Þrífst í venjulegri garðmold. Dreifir sér með rótarskotum. Hentar sem þekjandi planta undir trjám og þess háttar. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka.
Loka

Gullkóróna / Snækóróna ‘Aureus’ – Philadelphus coronarius ‘Aureus’

Lágvaxinn - meðalstór runni. Þrífst aðeins í grónum görðum í þokkalegu skjóli. Best í fullri sól. Laufið er gult fremur en grænt. Blómin sem sjást sjaldan eru hvít og ilmandi. Hentar aðallega í blönduð beð með dekkri gróðri til að draga fram andstæðurnar.
Loka

Bogsýrena – S. komarowii ssp. reflexa ‘Hólmfríður’

Harðgerður, stórvaxinn runni eða lítið tré (3 - 4 m). Blómin fyrst lillableik en síðan bleik í drjúpandi klösum, ilmandi. Blómgast miðsumars (júlí). Móðurtréið stendur í garðinum að Skúlaskeiði 32, Hafnarfirði þar sem Hólmfríður Finnbogadóttir og Reynir Jóhannsson bjuggu lengst af. Hólmfríður var formaður og síðan framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar ehf.
Loka

Lensuvíðir ‘Ljómi’ – Salix lasiandra ‘Ljómi’

All harðgerður stórvaxinn runni eða lítið tré (3 - 5 m). Laufið áberandi glansandi. Gulir haustlitir. Reklarnir eru ekki sérstaklega áberandi. Minnir í útliti nokkuð á bambus. Sólelskur. Hentar stakstæður, í raðir, þyrpingar, í bland með öðrum gróðri og í klippt limgerði. Fremur hraðvaxta. Karlkyns yrki valið úr efnivið úr Alaska-leiðangi Óla Vals Hanssonar og félaga árið 1985.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.