Svartyllir ‘Black Tower’ – Sambucus nigra ‘Black Tower’
Hægvaxta, súlulaga runni/smátré. Hæð allt að 2 m. Laufið dökkvínrautt – brúnt, stakfjaðrað. Fölbleikir blómsveipir síðsumars. Þarf skjól. Þolir hálfskugga. Takmörkuð reynsla. Þrífst í frjórri garðmold. Fer best í blönduðum runna- og fjölæringabeðum eða í kerjum/pottum.
Vöruflokkar: Runnar, Tré og runnar í pottum
Tengdar plöntur
Baunatré – Caragana arborescens
Harðgerður runni eða lítið tré (1,5 - 2,5 m). Blómin smá, gul. Aldinið belgur með nokkrum ætum baunum/fræjum. Laufið er mjög ljóst, nánast hvítt á vorin og fyrri part sumars en síðan áberandi gulgrænt. Sólelskt. Hægvaxta. Lifir í sambýli við niturbinandi bakteríur. Baunatré gerir því litlar kröfur til jarðvegs. Baunatré sómir sér vel stakstætt í garðinum eða í blönduð beð með öðrum gróðri. Einnig má planta baunatré í klippt eða óklippt limgerði. Gengur einnig undir nöfnunum "síberískt baunatré" og "kergi".
Þorrarunni ‘Dawn’ – Viburnum x bodnantense ‘Dawn’
Sumargrænn, meðalhár runni (1,5 - 2,5 m). Ung lauf bronslituð. Þorrarunni blómgast að vetri til eða réttara sagt hann getur blómgast frá hausti og fram á vor. Blómin eru rauð í knúpp en bleik útsprungin mörg saman í sveip, ilmandi. Þolir vel hálfskugga. Þorrarunni er glæsilegur stakstæður en einnig fleiri saman í þyrpingu með um 1 m millibili. Þorrarunni virðist harðgerður á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fremur sjaldgæfur í ræktun enn sem komið er.
Perlukvistur – Spiraea x margaritae
Lágvaxinn, þéttur, hálfkúlu-laga runni. Hæð: 50 - 60 sm. Stórir fölbleikir blómsveipir síðsumars. Rauðgulir haustlitir. Fremur harðgerður. Hentar í ker / stampa, raðir, þyrpingar og blönduð beð. Millibil 60 - 70 sm. Best fer á því að klippa perlukvistinn niður síðvetrar. Blómgast á árssprotann.
Bjarkeyjarkvistur – Spiraea chamaedryfolia
Harðgerður, þéttur, meðalhár runni (1,5 m). Laufið matt, óreglulega tennt. greinar ljósbrúnar, áberandi hlykkjóttar. Blómin hvít í sveip. Fræflar skaga upp fyrir krónublöðin. Blómgast miðsumars eða fyrir mitt sumar í lok júní og fram í júlí. Gulir haustlitir. Bjarkeyjarkvistur hefur aðeins skriðullt rótarkerfi. Þolir vel hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Hentar í runnaþyrpingar, raðir og undir stórum trjám.
Þyrnirós – Rosa pimpinellifolia ‘Husmoderrosen’
Harðgerð, fremur lágvaxin runnarós. Blómin fremur smá, hálffyllt, fölbleik og ilmandi. Laufið fremur smágert, blágrænt, stakfjaðrað. Sólelsk. Þrífst best í vel framræstum, ögn grýttum og sendnum jarðvegi. Hentar í blönduð runnabeð, raðir og þyrpingar með um 80 sm millibili.
Svartyllir ‘Black Lace’ – Sambucus nigra ‘Black Lace’
Frekar viðkvæmur runni. Hæð: 1,5 - 3,0 m. Laufið tvífjaðrað, dökk-purpurarautt. Blómin ljósbleik í sveip síðsumars. Þroskar ekki aldin hérlendis. Þrífst best í sól en þolir hálfskugga. Verður yfirleitt fyrir haustkali. Hentar aftarlega í blönduð beð innan um ljósari gróður. Einnig sem stakstæður.
Purpurabroddur / sunnubroddur – Berberis x ottawensis ‘Superba’
Meðalstór, þyrnóttur runni (1,5 - 2,5 m). Purpurarautt lauf. Gulir blómklasar í júní. Skærrauðir haustlitir. Þolir vel klippingu. Sólelskur. Hentar í raðir, þyrpingar, stakstæður og jafnvel í klippt limgerði. Þrífst vel í venjulegtri garðmold. Vinsælasti broddurinn hérlendis.
Sólbroddur ‘Laugardalur’ – Berberis thunbergii ‘Laugardalur’
Fremur harðgerður, þéttur, þyrnóttur, meðalstór runni. Hæð: 1,5 - 2,5 m. Nýtt lauf rauðleitt. Smá gul blóm. Sólelskur. Þolir vel klippingu. Skærrauðir haustlitir í október - nóvember. Þrífst best í venjulegri garðmold. Hentar í raðir, þyrpingar, í limgerði og stakstæður. Yrkið er fræplanta af B. thunbergii 'Golden Ring' að talið er sem sáð var til í Grasagarði Reykjavíkur, Laugardal. Vegna þess hve sólbroddur 'Laugardalur' heldur laufinu lengi fram eftir hausti hefur hann stundum ranglega verið talinn sígrænn. Einn allra útbreiddasti broddurinn (Berberis spp.) hérlendis.