Sveighyrnir ‘Roði’ – Cornus sericea ‘Roði’
Fremur harðgerður, meðalhár runni (1,5 – 2,2 m). Blöð gagnstæð, egglaga. Rauður haustlitir. Litlir hvítir blómsveipir snemmsumars. Hvít – ljósblá ber þroskast í kjölfarið. Sprotar og ungar greinar rauðar. Sólelskur en þolir hálfskugga. Þrífst best í sæmilega frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Í sínum heimkynnum vex sveighyrnir gjarnan í deigu eða jafnvel blautu landi. Sé runninn óklipptur sveigjast greinarnar með tímanum niður og slá rótum. Til að örva myndun nýrra rauðra sprota er tilvalið að klippa í burt eldri greinar alveg niður við jörð seinni part vetrar. Eldri greinar eiga það til að sveigjast niður og slá rótum. Sveighyrnir fer vel í blönduðum runna- og blómabeðum en einnig í nokkrir saman í röðum og þyrpingum með um 80 – 100 sm millibili. Hentar einnig í hefðbundin limgerði með um 50 sm millibili. Ekki síður skrautlegur á veturna vegna rauða barkarlitarins samanborið við á sumrin. Yrkið ‘Roði’ er úrvalsyrki sem barst hingað með efnivið frá Alaska þegar Óli Valur Hansson og félagar fóru þangað í söfnunarferð haustið 1985. Náttúruleg heimkynni sveighyrnis eru auk Alaska, Kanada og norðanverð Bandaríkin þvert yfir meginland N-Ameríku.