Sveighyrnir ‘Flaviramea’ – Cornus sericea ‘Flaviramea’
Fremur viðkvæmur, sumargrænn skrautrunni. Hæð hérlendis um 1 – 1,5 m og álíka á breidd. Laufin gagnstæð og egglaga. Ungar greinar og sprotar áberandi gulgrænir. Hætt við kali. Sólelskur er þolir hálfskugga. Laufin haldast græn fram eftir hausti. Stundum sjást rauðir haustlitir í otkóber. Blómgast stundum ljósum, smáum blómum í sveip fyrri part sumars. Þroskar tæplega ber. Þrífst í sæmilega frjóum, rakaheldnum jarðvegi í þokkalegur skjóli.
Sveighyrnir ‘Flaviramea’ hentar í blönduð beð með öðrum runnum og fjölæringum. Aðallega ræktaður sökum barkarlitarins sem blasir við á veturna og fram á vor þar sem sveighyrnir laufgast ekki fyrr en í júní. Ekki eins og harðgerður og sveighyrnir ‘Roði’. Skollabersætt (Cornaceae).
Vöruflokkar: Runnar, Tré og runnar í pottum
Tengdar plöntur
Þingvíðir – Salix viminalis ‘Þingvíðir’
All harðgerður stórvaxinn, hraðvaxta runni eða lítið tré. Hæð: 3 - 8 m. Greinar ólívugrænar. Sprotar rauðbrúnir. Blöð 10 - 15 sm og 2 - 3 sm á breidd og íbjúg. Silkihærð á neðra borði. Gulir haustlitir. Sólelskur. Reklar fremur smáir. Birtast snemma (feb. - mars). Þingvíðir þrífst í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Þingvíðir hentar stakstæður og í raðir og þyrpingar. Millibil 1 - 2 m. Þolir vel klippingu. Sagt er að um aldamótin 1900 hafi Tryggvi Gunnarsson (1835 - 1917) plantað þingvíði í garðinn við Alþingishúsið en Tryggvi bjó þann garð til og sinnti honum einkar vel á efri árum. Ekki er vitað hvaðan eða hvernig þingvíðirinn barst til landsins. Í páskahretinu 1963 dó mikið af þingvíði á sunnan og vestanverðu landinu en á þeim tíma var hann algengur í ræktun. Í dag finnast stöku runnar hér og þar í görðum og skógarreitum um mest allt land. Jóhann Pálsson grasafræðingur telur þennan körfuvíðiklón ættaðan frá norðanverðum Úralfjöllum eða N-Síberíu.
Mánaklungur – Rubus parviflorus
All harðgerður, meðalhár runni (1 - 2 m). Blöðin stór, flipótt. Blómin hvít, með 5 krónublöðum og gulum fræflum. Aldinið rautt, ætt ber, ekki ósvipað hindberi um 1 sm í þvermál.
Þolir vel hálfskugga. Þrífst í venjulegri garðmold. Dreifir sér með rótarskotum. Hentar sem þekjandi planta undir trjám og þess háttar. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka.
Bogsýrena – S. komarowii ssp. reflexa ‘Hólmfríður’
Harðgerður, stórvaxinn runni eða lítið tré (3 - 4 m). Blómin fyrst lillableik en síðan bleik í drjúpandi klösum, ilmandi. Blómgast miðsumars (júlí). Móðurtréið stendur í garðinum að Skúlaskeiði 32, Hafnarfirði þar sem Hólmfríður Finnbogadóttir og Reynir Jóhannsson bjuggu lengst af. Hólmfríður var formaður og síðan framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hafnarfjarðar og Þallar ehf.
Þorrarunni ‘Dawn’ – Viburnum x bodnantense ‘Dawn’
Sumargrænn, meðalhár runni (1,5 - 2,5 m). Ung lauf bronslituð. Þorrarunni blómgast að vetri til eða réttara sagt hann getur blómgast frá hausti og fram á vor. Blómin eru rauð í knúpp en bleik útsprungin mörg saman í sveip, ilmandi. Þolir vel hálfskugga. Þorrarunni er glæsilegur stakstæður en einnig fleiri saman í þyrpingu með um 1 m millibili. Þorrarunni virðist harðgerður á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Fremur sjaldgæfur í ræktun enn sem komið er.
Ilmkóróna ‘Mont Blanc’ – Philadelphus x lemoinei ‘Mont Blanc’
Fremur harðgerður, meðalstór, þéttur, sumargrænn runni. Hæð um 1 - 1,5. Gamlir runnar eru stundum hærri. Laufblöðin egglaga, tennt, ljósgræn - gulgræn, 4 - 6 sm á lengd. Ljósgulir haustlitir. Blómin snjóhvít, stjörnulaga, 2 - 3 sm í þvermál og ilma sérlega vel. Blómgunartíminn er seinni part júlí og í ágúst. Sprotar rauðbrúnir. Greinar verða síðan ljósgrábrúnar. Sólelsk en þolir hálfskugga. Ilmkóróna sómir sér vel stakstæð en hentar einnig í raðir, þyrpingar og blönduð beð. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Algengasta kórónan (Philadelphus sp.) hérlendis. 'Mont Blanc' er gamall garðablendingur úr smiðju M. Lemoine í Frakklandi.