Sveipstjarna – Astrantia major
Harðgerð, meðalstór, fjölær jurt. Blómin stjörnulaga, fölbleik. Þolir vel hálfskugga.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Dílatvítönn – Lamium maculatum
Jarðlæg, þekjandi jurt. Lauf gjarnan meira og minna silfurgrátt. Blómkollar fjólubláir, bleikir eða hvítir eftir yrkjum. Skuggþolin. Þrífst best í venjulegri garðmold sem ekki er of þurr.
Berghnoðri – Sedum reflexum
Harðgerð, lágvaxin, þekjandi, sígræn jurt. Laufið blágrænt eða rauðleitt. Blómin gul í sveipum síðsumars. Sólelskur. Þrífst best í þurrum, sendnum/grýttum jarðvegi. Hentar því best í steinhæðir, hleðslur, ker, lifandi þök o.þ.h.
Forlagabrúska ‘Hyacinthina’- Hosta fortunei ‘Hyacinthina’
Harðgerð fjölær jurt. Stór, heilrennd, egglaga lauf. Ljóslilla blómklasar síðsumars. Skuggþolin. Þarf frjóa og jafnraka mold.
Gullbjalla – Pulsatilla aurea
Fremur lágvaxin fjölær jurt (10 – 50 sm). Lauf tvífjaðurskipt. Blómin stór, gul. Blómgast miðsumars. Heimkynni: Kákasus. Þrífst best í
Völskueyra – Cerastium tomentosum
Harðgerð, fjölær, breiðumyndandi, fjölær jurt. Hæð: 15 - 30 sm. Laufið gráloðið, hálfsígrænt. Blómin hvít, miðsumars. Blómsælt. Þrífst best í þurrum, malarbornum jarðvegi á sólríkum stað. Þolir þó hálfskugga. Völskueyra hentar í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Breiðist talsvert út. Heimkynni: Fjalllendi SA-Evrópu.
Burnirót – Rhodiola rosea
Mjög harðgerður, íslenskur, fjölær þykkblöðungur. Laufið gráleitt. Vex upp af gildum jarðstönglum. Karlblóm gulleit en kvenblóm rauðleit. Sólelsk. Þrífst vel í þurrum jarðvegi. Burnirót hentar aðallega í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Burnirót á sér langa sögu sem lækninga- og heilsujurt.
Venusvagn / Bláhjálmur – Aconitum napellus
Harðgerð, all hávaxin fjölær jurt. Hæð allt að 1 m. Blómin dökkfjólublá síðsumars. Mjög eitraður sé hans neitt. Þolir vel hálfskugga. Venusvagn er mjög vindþolinn og leggst ekki niður í roki og þarf því ekki uppbindingu. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Þolir vel hálfskugga.
Skildir – Ligularia spp.
Harðgerðar, stórvaxnar, fjölærar jurtir. Blómin gul, gjarnan í turnlaga blómskipunum. Þola vel hálfskugga. Vaxa gjarnan í frjóu deiglendi. Skildir henta aftarlega í blönduðum blómabeðum, við tjarnir og þess háttar. Þurfa yfirleitt ekki stuðning. Heimkynni: Evrasía.