Þokkasýrena ‘Julia’ – Syringa x henryi ‘Julia’
Harðgerður, hávaxinn runni. Hæð 3 – 4 m. Börkur ljósgrábrúnn. Laufin all stór, heilrennd og hvassydd. Blómin í stórum, u.þ.b. 30 sm löngum, keilulaga, klösum, fjólubleik í knúpp, bleik útsprungin. Blómstrar á miðju sumri. Ilmandi. All blómsæl. Fremur hraðvaxta. Líkist fagursýrenu ‘Elinor’ (S. x prestonia ‘Elinor’) í útliti en byrjar aðeins fyrr að blómgast eða seinni part júní.
Þokkasýrena ‘Julia’ þrífst í allri venjulegri garðmold. Blómgast mest í fullri sól en þolir vel hálfskugga. Hentar stakstæð, í blönduð beð, raðir og þyrpingar með 1 – 1,5 m millibili.
Yrkið ‘Julia’ er finnskt. Barst hingað í gegnum Rósaklúbb G.Í. í kringum aldamótin 2000. Hefur reynst vel. Er sögð hafa uppgötvast í hópi fræplantna af gljásýrenu (S. josikaea) í Närpes á vesturströnd Finnlands snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Talin vera blendingur gljásýrenu og dúnsýrenu (S. villosa). Smjörviðarætt (Oleaceae).