Þyrnirós ‘Johannusmorsian’ – Rosa pimpinellifolia ‘Johannusmorsian’
Harðgerð fremur lágvaxin, þétt runnarós (1 m). Blómin ljóslillableik, hálffyllt, meðalstór og ilmandi. Blómgast í nokkrar vikur í júlí – ágúst. Svartar nýpur þroskast á haustin. Rauðgulir haustlitir. Mikið þyrnótt. Skríður eitthvað út með rótarskotum. Sólelsk. Nægjusöm. Hentar í blönduð beð, raðir, þyrpingar og villigarða. Millibil: 80 sm. Finnskt yrki. ‘Johannusmorsian’ merkir „jónsmessubrúður“.
Vörunr.
d6594f8f6cf4
Vöruflokkur: Rósir
Tengdar plöntur
Ígulrós ‘Krístin’ – Rosa rugosa ‘Kristín’
Harðgerð, fremur lágvaxinn (1,5) runnarós. Blómin tvöfölld, rauðbleik, fremur stór, ilmandi og gjarnan nokkur saman í klasa. Rauðar nýpur þroskast að hausti. Rauðgulir - gulir haustlitir. Sólelsk. Skríður nokkuð út með rótarskotum. Vind- og saltþolin. Hentar í raðir, þyrpingar, brekkur og villigarða. Millibil: 80 - 100 sm. 'Kristín' er ein af rósum Jóhanns Pálssonar. Hún mun vera afkomandi R. rugosa 'Logafold' og (R. kamtschatica x ?).
Rós ‘Louise Bugnet’ – Rosa ‘Louise Bugnet’
All harðgerð, fremur lágvaxin (1 m) runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin rauðbleik í knúpp en alveg snjóhvít útsprungin og ilmandi. Þroskar vart nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. Nánast þyrnalaus. Skríður aðeins út með rótarskotum. Mjög falleg rós. 'Louise Bugnet' fer vel í blönduðum beðum með rósum, runnum og fjölærum jurtum.
Rós ‘Lísa’ – Rosa rugosa ‘Lísa’
Harðgerð, í meðallagi hávaxin runnarós (1 - 1,5 m). Blómin stór, hálffyllt - fyllt, bleik og ilmandi. Þroskar rauðar nýpur á haustin. Gulir - rauðgulir haustlitir. Skríður út með rótarskotum. 'Lísa' er íslenskt yrki valið úr efniviði sem hingað barst úr Alaska-leiðangrinum árið 1985. 'Lísa' ber þess öll merki að vera ígulrós (R. rugosa) eða ígulrósablendingur. Þrífst og blómstrar mest á sólríkum stað í vel framræstum, ekki of frjóum jarðvegi sem gjarnan má vera blandaður sandi og möl. Vind- og saltþolin. Hentar í raðir og þyrpingar, til að binda jarðveg í brekkum, villigarða og sumarbústaða-lönd. Millibil 80 - 100 sm.
Fjallarós ‘Hellisgerði’ – R. pendulina ‘Hellisgerði’
Harðgerð, meðalhá runnarós. Blómin fremur smá, einföld, rauðbleik, ljósari nær miðju. Blómgast yfirleitt fyrst rósa hérlendis, gjarnan seinni part júní. Stundum aftur snemma hausts. Daufur ilmur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk en þolir hálfskugga. Fjallarós 'Hellisgerði' hentar stakstæð, fleiri saman eða í bland með öðrum gróðri.
Hurdalsrós – Rosa ‘Hurdalsrose’
Meðalstór til stórvaxinn runni, 1,5 - 2,5 m á hæð. All harðgerð. Blómin fagurbleik, meðalstór, hálffyllt. Ilma lítið sem ekkert. Rauðgular, þyrnóttar nýpur. Rauðgulir haustlitir. Fer vel stakstæð, í blönduð beð og upp við vegg, jafnvel á grind sem klifurrós. Skríður ekki út með rótarskotum. Getur sýkst af ryðsvepp.
„Páfarós“ – Rosa ‘Poppius’
Mjög harðgerð, meðalstór runnarós. Þyrnirósablendingur. Blómin fremur smá, hálffyllt, lillableik. Daufur ilmur. Smágerðar, dökkar nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. Ekki svo skriðul. Fer vel í blönduð runnabeð, í raðir, þyrpingar og í sumarhúsalandið. Ein allra harðgerðasta rósin sem völ er á. 'Poppius' er sögð blendingur fjallarósar (R. pendulina) og þyrnirósar (R. pimpinellifolia). Úr smiðju Carl Stenberg, Svíþjóð frá árinu 1838. Hann skýrði yrkið í höfuðið á vini sínum Dr Gabriel Poppius sem var finnskur grasafræðingur og stjórnaði sænsku Konunglegu landbúnaðarakademíunni. Millibil 70 - 80 sm.
Rós ‘Katrín Bára’ – Rosa ‘Katrín Bára’
Harðgerð, lágvaxin runnarós. Blómin hálffyllt, bleik, meðalstór og ilmandi. Laufið gljáandi og smágerðara en á dæmigerðri ígulrós (Rosa rugosa). Skriðullt rótarkerfi. Sólelsk en annars nægjusöm. Vind- og saltþolin. Fræplanta af Rosa x rugotida 'Dart´s Defender'. Yrkið er kennt við Katrínu Báru Bjarnadóttur og fæst aðeins í Þöll. Nýjung.