Þyrnirós ‘Katrín Viðar’ – R. pimpinellifolia ‘Katrín Viðar’
Harðgerður, þéttur, frekar lágvaxinn runni (1,5 m). Laufið blágrænt fínlegt, stakfjaðrað. Blómin stór, einföld, hvít en ljósbleik í knúpp. Ilmar. Blómstrar í nokkrar vikur aðallega í júlí í venjulegu árferði. Blómsæl. Dökkbrúnar – svartar nýpur þroskast á haustin. Græn fram á haust. Rauðgulir haustlitir í október. Sólelsk. Skríður eitthvað út með rótarskotum.
Nægjusöm. Sæmilega vind- og saltþolin. Þrífst vel í sæmilega frjóum, framræstum jarðvegi sem má gjarnan vera sand- og malarborinn. Blandið gömlu taði eða moltu saman við jarðveginn fyrir gróðursetningu. Þolir ágætlega klippingu. Blómstrar á eldri greinar og því hefur klipping að vetri eða á vorin áhrif á blómgun það árið. Fjarlægið eldri greinar alveg niður við jörð. Þannig auðveldið þið rósarunnanum að endurnýja sig. Aðallega notuð í þyrpingar, raðir eða í blönduð runnabeð. Millibil allt að 70 – 100 sm.
Íslenskt úrval úr Grasagarði Reykjavíkur frá árinu 1972. Kom upp af fræi frá grasagarðinum í Dresden, Þýskalandi. Fræmóðir var skráð R. spinossima var. altaica en fræðiheitið R. spinossima er einnig mikið notað á þyrnirós. Yrkið er tileinkað minningu hjónanna Jóns Sigurðssonar skólastjóra og Katrínar Viðar sem árið 1961 gáfu Reykjavíkurborg safn íslenskra jurta og varð sú gjöf upphafið af Grasagarðinum. Vinsæl hérlendis sérstaklega á opnum svæðum sveitarfélaganna.
Þyrnirós vex villt víða í Evrópu þar með talið á Íslandi. Einnig finnst hún í Atlasfjöllum í N-Afríku, Tyrklandi, Kákasus og V-Asíu. Afbrigðið var. altaica er ættað frá Síberíku. Rósaætt (Rosaceae).