Tindalyngrós ‘Koichiro Wada’ – Rhododendron yakushimanum ‘Koichiro Wada’
Þéttur, hægvaxta, sígrænn, þéttur runni. Hæð og breidd um 60 – 70 sm. Blómin eru bleik í knúpp en hvít, bjöllulaga, mörg saman í júní. Laufið áberandi kúpt, heilrennt, öfuglensulaga, hvítloðið í fyrstu síðan dökkgræn. Laufblöð hvítloðin að neðan í fyrstu en síðan brúnloðin að neðanverðu.
Skjólþurfi. Þolir hálfskugga. Gróðursetjið í mómold, blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Varist að planta tindalyngrós of djúpt. Gott er að setja moltu yfir lyngrósabeðin árlega eða bera á tilbúinn blandaðan áburð sem nemur um einni sléttfullri matskeið á hverja plöntu í maí.
Hentar saman með öðrum lyngrósum, lyngi og sígrænum runnum á skjólsælum stað. Tegundin er ættuð frá japönsku eyjunni Yakushima. Þetta úrvalsyrki er kennt við japanskan garðyrkjumann, Koichiro Wada, sem sendi úrvalsefnivið af tindalyngrós til Rothchild frá Exbury í Cornwall, Englandi á fjórða áratug síðustu aldar. Rothchild var á þessum tíma frægasti lyngrósasérfræðingurinn.