Urðalyngrós – Rhododendron ferrugineum
Lágvaxinn, sígrænn runni (50 sm). Laufið er smátt, ryðbrúnt á neðra borði. Blómin bleik í krönsum fyrri part sumars. Þrífst í súrum jarðvegi. Þarf nokkuð skjól. Þolir hálfskugga. Gott er að blanda furunálum saman við moldina við gróðursetningu. Rakið laufum að urðalyngrósinni á haustin. Fer vel í steinhæðum og framarlega í lyngrósabeðum.
Vörunr. a1db712193dc
Vöruflokkar: Lyngrósir, Sígrænir runnar og sígræn smátré
Tengdar plöntur
Japansýr ‘Nana’ – Taxus cuspidata ‘Nana’
Lágvaxinn - meðalhár sígrænn runni. Barrið dökkgræn og mjúkt viðkomu. Skuggþolinn. Þarf eitthvert skjól. Hægvaxta. Þolir vel klippingu. Eitraður sé hans neytt. Japansýr er kjörið að gróðursetja undir stærri trjám, í blönduð beð með ekki of ágengum plöntum og jafnvel fleiri saman í þyrpingar. Talinn vera einn harðgerðasti ýviðurinn (Taxus sp.).
Himalajaeinir ‘Holger’ – Juniperus squamata ´Holger’
All harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (50 sm). Barrið á nýjum sprotum ljósgult síðan gráblátt. Sólelskur. Hentar í ker, hleðslur, kanta og þess háttar.
Fagursýprus / Jólasýprus – Chamaecyparis lawsoniana ‘Ellwoodii’
Þétt, sígrænt, upprétt vaxandi smátré eða runni. Barrið fíngert og fjaðurkennt, blágrænt. Skuggþolinn en skjólþurfi. Hægvaxta. Þrífst aðeins í skjólgóðum hverfum og skógarskjóli ekki of langt frá ströndinni. Skýlið fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Gjarnan seldur í blómabúðum fyrir jólin sem lítið "jólatré". Mikið notaður í ker og potta. Endist yfirleitt illa þannig nema í góðu skjóli. Passið að halda moldinni ávallt rakri. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Þolir vel klippingu en afskaplega hægvaxta. Verður með tímanum 2 - 3 m hérlendis á bestu stöðum.
Einir ‘Hetzii’- Juniperus ‘Hetzii’
Fremur lágvaxinn runni (1,5 m). Barrið blágrátt. Vaxtarlagið útbreitt. Sólelskur. Skjólþurfi. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Takmörkuð reynsla.
Fagurlim / Búxus ‘Variegata’ – Buxus sempervirens ‘Variegata’
Lágvaxinn, þéttur, hægvaxta runni. Hæð: 50 - 100 sm. Laufið hvít-yrjótt. Þrífst aðeins í góðu skjóli í hlýjustu sveitum landsins. Heppilegri í kalda garðskála. Þolir hálfskugga.
Hreiðurgreni / Sátugreni – Picea abies ‘Nidiformis’
Lágvaxinn, flatvaxinn, sígrænn, þéttur runni. Hæð um 50 sm. Breidd allt að 100 sm. Hægvaxta. Myndar engan topp. Barrið smágert, ljósgrænt - gulgrænt. Skjólþurfi og skuggþolið. Hentar í beð með sígrænum gróðri, sem undirgróður, ker í skjóli og hleðslur. Þrífst í allri venjulegri garðmold.
Breiðumispill ‘Skogholm’ – Cotoneaster dammeri ‘Skogholm’
All harðgerður, sígrænn, jarðlægur, þekjandi runni. Laufið dökkgrænt, heilrennt. Stundum vill laufið sviðna að vetri til en það lagast fljótlega
Gullsópur ‘Roter Favorit’ – Cytisus scoparius ‘Roter Favorit’
Fremur lágvaxinn runni (1 - 1,5 m). Greinar sígrænar. Blómin rauð miðsumars. Frekar gisgreinóttur. Sól- og skjólþurfi. Kelur gjarnan. Klippið að vori eða snemma sumars kalnar greinar með klippum eða skærum. Talsvert viðkvæmari samanborið við geislasóp (Cytisus purgans).