Völskueyra – Cerastium tomentosum
Harðgerð, fjölær, breiðumyndandi, fjölær jurt. Hæð: 15 – 30 sm. Laufið gráloðið, hálfsígrænt. Blómin hvít, miðsumars. Blómsælt. Þrífst best í þurrum, malarbornum jarðvegi á sólríkum stað. Þolir þó hálfskugga. Völskueyra hentar í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Breiðist talsvert út. Heimkynni: Fjalllendi SA-Evrópu.
Vöruflokkur: Fjölærar jurtir
Tengdar plöntur
Skuggasteinbrjótur / Postulínsblóm – Saxifraga x urbium
Harðgerð, lágvaxin fjölær jurt. Blöðin hálfsígræn. Blómin smá, fölbleik í uppréttum, gisnum klösum. Skuggþolinn. Hentar í hleðslur, steinhæðir og ker.
Forlagabrúska ‘Hyacinthina’- Hosta fortunei ‘Hyacinthina’
Harðgerð fjölær jurt. Stór, heilrennd, egglaga lauf. Ljóslilla blómklasar síðsumars. Skuggþolin. Þarf frjóa og jafnraka mold.
Músagin – Cymbalaria pallida
Harðgerð, lágvaxin fjölær jurt. Blómin fjólublá. Þrífst vel í sendnum jarðvegi. Hentar í hleðslur og steinhæðir. Skríður mikið út.
Sveipstjarna – Astrantia major
Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 60 - 80 sm. Lauf með 3 - 7 flipum. Blóm í sveip. Sveipurinn umvafinn fölbleikum - grænleitum stoðblöðum. Þolir vel hálfskugga. Hentar í blönduð beð með öðrum fjölæringum. Sveipstjarna er góð til afskurðar og þurrkunar. Heimkynni: M- og A-Evrópa.
Eplamynta – Mentha suaveolens
All harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Blöðin áberandi loðin. Hvít eða bleik blóm síðsumars. Þrífst vel í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Sólelsk. Má nota ferska og þurrkaða í te og þess háttar.
Skildir – Ligularia spp.
Harðgerðar, stórvaxnar, fjölærar jurtir. Blómin gul, gjarnan í turnlaga blómskipunum. Þola vel hálfskugga. Vaxa gjarnan í frjóu deiglendi. Skildir henta aftarlega í blönduðum blómabeðum, við tjarnir og þess háttar. Þurfa yfirleitt ekki stuðning. Heimkynni: Evrasía.
Sveipstjarna – Astrantia major
Harðgerð, meðalstór, fjölær jurt. Blómin stjörnulaga, fölbleik. Þolir vel hálfskugga.
Útlagi – Lysimachia punctata
Harðgerður fjölæringur. Hæð allt að 1 m. Talsvert skriðullt rótarkerfi. Gul blóm upp eftir stilknum birtast síðsumars. Þolir hálfskugga. Algengur.