Yndisrós – Rosa ‘Yndisrós’
All harðgerð runnarós. Hæð: 1,5 m. Blómin lillableik, hálffyllt, meðalstór. Blómgast í júlí – ágúst. Laufið gljáandi. Sprotar rauðir. Millibil: 80 sm. Hentar í blönduð beð, raðir, þyrpingar og brekkur. Skríður talsvert út. Yndisrós er upprunanlega fræplanta úr Grasagarði Reykjavíkur. Hugsanlega er yndisrósin sé blönduð brúðurós (Rosa nitida). Yndisrósin verður stundum fyrir haustkali.
Vöruflokkur: Rósir
Tengdar plöntur
Ígulrós ‘Fönn’ – Rosa rugosa ‘Fönn’
Harðgerð, lágvaxin - meðalstór runnarós (1 - 1,5 m). Blómin stór, hálffyllt, snjóhvít og ilmandi. Fölbleik í knúpp. Rauðgular nýpur. Rauðgulir haustlitir. Aðeins skriðul. Sólelsk en þolir hálfskugga.. Vind- og saltþolin. 'Fönn' hentar í blönduð runnabeð, þyrpingar og raðir með 70 - 80 sm millibili. Einnig kjörin í sumarhúsalandið enda nægjusöm. Íslenskt yrki frá Jóhanni Pálssyni. Foreldar eru: R. rugosa ‘Logafold’ x R. rugosa ‘Schnee Eule’.
Rós ‘Lísa’ – Rosa rugosa ‘Lísa’
Harðgerð, í meðallagi hávaxin runnarós (1,5 m). Blómin stór, hálffyllt - fyllt, bleik og ilmandi. Þroskar rauðar nýpur á haustin. Gulir - rauðgulir haustlitir. Skríður út með rótarskotum. 'Lísa' er íslenskt yrki valið úr efniviði sem hingað barst úr Alaska-leiðangrinum árið 1985. Ígulrósablendingur að öllum líkindum. Hentar í raðir og þyrpingar, til að binda jarðveg í brekkum, villigarða og sumarbústaða-lönd.
„Hansarós“ – Rosa rugosa ‘Hansa’
Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, vel fyllt, rauðfjólblá og ilmandi. Blómgast frá því í júlí og eitthvað fram á haustið. Blómviljug. Þroskar lítið sem ekkert af nýpum. Rauðgulir haustlitir. Mjög algeng hérlendis. Mest notuð í raðir og þyrpingar. Hentar vel í limgerði sem ekki eru "stífklippt". Millibil um 80 sm. Vind- og saltþolin. Skríður eitthvað út sé hún á eigin rót. Stundum kölluð "Vestmannaeyjarós". Tvímælalaust algengasta rósin í íslenskum görðum. Ekki er óalgengt að ígulrósir (R. rugosa) séu í daglegu tali kallaðar "hansarósir" þó að í raun eigi það aðeins við um þetta tiltekna yrki af ígulrós. Gamalt hollenskt yrki.
Hurdalsrós – Rosa ‘Hurdalsrose’
Meðalstór til stórvaxinn runni, 1,5 - 2,5 m á hæð. All harðgerð. Blómin fagurbleik, meðalstór, hálffyllt. Ilma lítið sem ekkert. Rauðgular, þyrnóttar nýpur. Rauðgulir haustlitir. Fer vel stakstæð, í blönduð beð og upp við vegg, jafnvel á grind sem klifurrós. Skríður ekki út með rótarskotum. Getur sýkst af ryðsvepp.
Rós ‘Ristinummi’ (járnbrautarrósin) – Rosa ‘Ristinummi’
Harðgerður, meðalstór runni. Blómin stór, einföld, fölbleik, daufur ilmur. Rauðar nýpur. Rauðgulir haustlitir. Vaxtarlagið hvelft. Sólelsk. Blómgast mest í vel framræstum, aðeins sendnum eða grýttum jarðvegi í fullri sól. Kennd við bæinn Ristinummi í Finnlandi. Járnbrautarrósin sómir sér vel í blönduðum runnabeðum, röðum og þyrpingum með tæplega 1 m millibili. Hentar í villigarða og sumarhúsalóðir. Skríður ekki mikið út með rótarskotum.
Ígulrós ‘Fru Dagmar Hastrup’ – Rosa rugosa ‘Fru Dagmar Hastrup’
Harðgerð, meðalstór runnarós (1 -1,5 m). Blómin stór, einföld, ljósbleik og ilmandi. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Stórar rauðar nýpur. Aðeins skriðul. Þrífst í öllum sæmilega frjóum, vel framræstum jarðvegi. Má gjarnan vera sand- og malarborinn. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 - 100 sm millibili. Danskt yrki. Eitt besta yrkið til framleiðslu á nýpum. Nýpur má nýta í sultur, grauta og te. Þær eru mjög C-vítamínríkar.
Rós ‘Schneekoppe’ – Rosa rugosa ‘Schneekoppe’
Harðgerð lágvaxin - meðalhá runnarós (1 - 1,5 m). Blöðin fremur mött, stakfjöðruð, ljósgræn. Talsvert þyrnótt. Blómin stór, fyllt, föl-lillableik - hvít, ilmandi, ögn drjúpandi (rósirnar þungar). Þroskar lítið eða ekki nýpur. Gulir haustlitir. Sólelsk. 'Schneekoppe' hentar í blönduð runna- og rósabeð, raðir, þyrpingar, ker, villigarða og sumarhúsalóðir. All vind- og saltþolin. Millibil 80 - 100 sm. Úr smiðju Karl Baum, Þýskalandi.