Yndisrós – Rosa ‘Yndisrós’
All harðgerð runnarós. Hæð: 1,5 m. Blómin lillableik, hálffyllt, meðalstór. Blómgast í júlí – ágúst. Laufið gljáandi. Sprotar rauðir. Millibil: 80 sm. Hentar í blönduð beð, raðir, þyrpingar og brekkur. Skríður talsvert út. Yndisrós er upprunanlega fræplanta úr Grasagarði Reykjavíkur. Hugsanlega er yndisrósin sé blönduð brúðurós (Rosa nitida). Yndisrósin verður stundum fyrir haustkali.
Vöruflokkur: Rósir
Tengdar plöntur
Rós ‘Schneekoppe’ – Rosa rugosa ‘Schneekoppe’
Harðgerð lágvaxin - meðalhá runnarós (1 - 1,5 m). Blöðin fremur mött, stakfjöðruð, ljósgræn. Talsvert þyrnótt. Blómin stór, fyllt, föl-lillableik - hvít, ilmandi, ögn drjúpandi (rósirnar þungar). Þroskar lítið eða ekki nýpur. Gulir haustlitir. Sólelsk. 'Schneekoppe' hentar í blönduð runna- og rósabeð, raðir, þyrpingar, ker, villigarða og sumarhúsalóðir. All vind- og saltþolin. Millibil 80 - 100 sm. Úr smiðju Karl Baum, Þýskalandi.
Fjallarós ‘Hellisgerði’ – R. pendulina ‘Hellisgerði’
Harðgerð, meðalhá runnarós. Blómin fremur smá, einföld, rauðbleik, ljósari nær miðju. Blómgast yfirleitt fyrst rósa hérlendis, gjarnan seinni part júní. Stundum aftur snemma hausts. Daufur ilmur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk en þolir hálfskugga. Fjallarós 'Hellisgerði' hentar stakstæð, fleiri saman eða í bland með öðrum gróðri.
Ígulrós ‘Fönn’ – Rosa rugosa ‘Fönn’
Harðgerð, lágvaxin - meðalstór runnarós (1 - 1,5 m). Blómin stór, hálffyllt, snjóhvít og ilmandi. Fölbleik í knúpp. Rauðgular nýpur. Rauðgulir haustlitir. Aðeins skriðul. Sólelsk en þolir hálfskugga.. Vind- og saltþolin. 'Fönn' hentar í blönduð runnabeð, þyrpingar og raðir með 70 - 80 sm millibili. Einnig kjörin í sumarhúsalandið enda nægjusöm. Íslenskt yrki frá Jóhanni Pálssyni. Foreldar eru: R. rugosa ‘Logafold’ x R. rugosa ‘Schnee Eule’.
Ígulrós ‘Hadda’ – Rosa rugosa ‘Hadda’
Harðgerð runnarós. Vaxtarlagið útbreitt. Hefur því þekjandi eiginleika. Hæð: 1 - 1,5 m. Blómin stór, hálffyllt, rauðfjólublá og ilmandi. Er með fyrstu ígulrósum að byrja að blómstra á sumrin. Blómgast fram á haust. Rauðar, flathnöttóttar nýpur þroskast að hausti. Blaðstönglar og axlarblöð rauðleit. Gulbrúnir haustlitir. Sólelsk. Þrífst best í aðeins sendnum/grýttum og vel framræstum jarðvegi. Blandið lífrænu efni (búfjáráburði/moltu) saman við jarðveginn við gróðursetningu. 'Hadda' hentar í breiðuplantanir til að þekja yfirborð og sem jaðarplanta í trjábeðum. Einnig í blönduð runnabeð, brekkur og þess háttar. Rótarkerfið skríður lítið sem ekkert út. 'Hadda' er úr smiðju Jóhanns Pálssonar (1931 - 2023) og er blendingur R. rugosa 'Rotes Meer' x R. kamtschatica. Kennd við eiginkonu Jóhanns, Hrafnhildi Kristínu Jónsdóttur (1935 - 2023) sem gjarnan var kölluð Hadda.
Meyjarós / Hæðarós ‘Highdownensis’ – Rosa moyesii ‘Highdownensis’
Fremur harðgerð, hávaxin runnarós. Hæð: 3 - 4 m. Greinar fyrst uppréttar. Síðan útsveigðar. Laufin stakfjöðruð. 9 - 11 smáblöð. Dökkgræn og mött á efra borði. Blaðstilkar þyrnóttir. Greinar og sprotar þyrnótt. Blómin all stór, einföld, rauðbleik. Daufur ilmur. Blómgast í júlí - ágúst. Krónublöðin ljósari neðst. Gulir fræflar. Þroskar rauðgular, flöskulaga nýpur á haustin sem standa fram á vetur. Sólelsk.
Meyjarós 'Highdownensis' fer vel stakstæð eða aftarlega í runna- og blómabeðum. Plássfrek. Mætti nota sem klifurrós á vegg. Getur einnig prílað upp tré. Þrífst í sæmilega frjóum, framræstum jarðvegi. Má gjarna vera sand- og malarborinn.
'Highdownensis' er ættuð frá F.C. Stern frá árinu 1928 og kennd við garð hans, Highdownensis, Sussex, Englandi. 'Highdownensis' er ýmist talin vera meyjarós eða meyjarósarblendingur (R. x highdownensis) þar sem hitt foreldrið er óþekkt. Náttúruleg heimkynni meyjarrósar eru í V-Kína. Rósaætt (Rosaceae).
Rós ‘Katrín Bára’ – Rosa ‘Katrín Bára’
Harðgerð, lágvaxin runnarós. Blómin hálffyllt, bleik, meðalstór og ilmandi. Laufið gljáandi og smágerðara en á dæmigerðri ígulrós (Rosa rugosa). Skriðullt rótarkerfi. Sólelsk en annars nægjusöm. Vind- og saltþolin. Fræplanta af Rosa x rugotida 'Dart´s Defender'. Yrkið er kennt við Katrínu Báru Bjarnadóttur og fæst aðeins í Þöll. Nýjung.
Rós ‘George Will’ – Rosa rugosa ‘George Will’
Harðgerð, meðalstór runnarós af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin stór, fagurbleik, hálffyllt og ilmandi. Ekki mikið um nýpur. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. 'George Will' hentar í blönduð runna- og blómabeð, raðir, þyrpingar, sumarhúsalóðir og villigarða. Millibil um 80 sm. Sérlega blómviljug og snotur rós.