Showing 13–24 of 24 results

Litli eldrunni – Chaenomeles japonica

Lágvaxinn runni (1 m). Blómin meðalstór, rauðgul. Aldinið gulgrænt, hart "epli". Sólelskur. Þarf skjólgóðan vaxtarstað. Sjaldgæfur hérlendis og reynsla takmörkuð. Erlendis er aldinið nýtt í hlaup og sultur. Óvíst er um aldinþroska utandyra hérlendis. Tilvalinn til ræktunar í óupphituðum gróðurhúsum / skálum.

Rauðberjalyng / Týtuber ‘Koralle’ – Vaccinium vitis-idaea ‘Koralle’

All harðgerður, lágvaxinn (15 - 20 sm), sígrænn dvergrunni. Blöðin smá, heilrennd. Fölbleikir sætukoppar birtast snemmsumars. Meðalstór, rauð, súrsæt, aðeins bitur, æt ber þroskast að hausti. Sólelskt en þolir hálfskugga. Berjaþroski verður þó mestur í fullri sól. Þrífst best í lítið eitt súrum, rakaheldnum jarðvegi. Dreifir sér með rótarskotum. Myndar breiður. Forðist að rækta með mjög ágengum tegundum. Rauðberjalyng hentar til að klæða beð. Berin eru notuð í sultur og þess háttar. Kallast "lingonberry" á ensku og "tyttebær" á dönsku. Tegundin finnst villt á einstaka stað hérlendis

Rifs ‘Jonkheer van Tets’ – Ribes rubrum ‘Jonkheer van Tets’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 1,0 - 1,5 m. Millibil: 80 - 100 sm. Uppskerumikið yrki. Ber þroskast í ágúst - byrjun september. Ber fremur sæt. Vinsæl í hlaup og þess háttar. Þolir vel hálfskugga en uppskerumest í fullri sól. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Venjulega plantað í raðir ásamt öðrum berjarunnum eða eitt og sér. Hollenskt yrki.

Rifs ‘Rautt Hollenskt’ – Ribes rubrum ‘Rautt Hollenskt’

Mjög harðgerður, meðalhár runni (1,5 m eða meir). Laufið handsepótt á löngum blaðstilk. Berin rauð, í klösum, súrsæt og æt. Berin Þroskast yfirleitt seinni part ágúst. Rifs 'Rautt Hollenskt' er aðallega ræktað vegna berjanna. Hæfilegt bil á milli rifsrunna er um 1 m. 'Rautt Hollenskt' er algengasta "rauð-rifsið" hérlendis og hefur verið lengi. Rifslús og rifsþéla eru gjarnan til ama. Rifs 'Rautt Hollenskt' er all vind- og saltþolið. Þrífst best í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga en mest berjauppskera fæst í fullri sól. Venjulega gróðursett í raðir t.d. utan um matjurtagarða og þess háttar. Berin eru notuð í sultur, saft, hlaup og fleira. Mjög gamalt yrki.

Roðakirsi – Prunus pensylvanicum

All harðgert, lágvaxið, einstofna eða margstofna tré eða runni. Hæð 3 - 7 m hérlendis. Blómin hvít í sveip. Aldinið rautt, lítið steinaldin/kirsiber, ætt. Rauðgulir - rauðir haustlitir. Börkur fallega gulbrúnn. Roðakirsi þrífst best á sólríkum stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstætt eða fleiri saman í þyrpingum með 2,5 millibili hið minnsta. Fremur sjaldgæft hérlendis.

Skógarstikill – Ribes divaricatum

Harðgerður, þéttur, þyrnóttur runni. Hæð: 1-2 m. Berin dökk-vínrauð - svört, æt. Minna á stikilsber (Ribes uva-ursi).

Sólber ‘Hedda’ – Ribes nigrum ‘Hedda’

Harðgerður, fremur lágvaxinn berjarunni (Hæð 1 - 1,5 m). Stór, sérlega bragðgóð ber. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 - 100 sm. Þolir hálfskugga en mest uppskera fæst í fullri sól. Þrífst best í frjóum, ekki of þurrum jarðvegi. Greinar leggjast nokkuð niður með tímanum. Norskt yrki.

Sólber ‘Melalathi’ – Ribes nigrum ‘Melalathi’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 1 - 1,5 m. Uppréttur vöxtur samanborið við flest önnur sólberjayrki. Bragðgóð og stór ber. Uppskerumikið en berjaklasar þroskast missnemma. Eitt allra vinsælasta sólberjayrkið. Mest uppskera fæst í fullri sól en runnarnir þola vel hálfskugga. Millibil um 1 m. Sólber 'Melalathi' hentar vel sem jaðar- og undirgróður í skjólbeltum. Finnskt yrki.

Sólber ‘Polar’ – Ribes nigrum ‘Polar’

Harðgerður, lágvaxinn berjarunni. Hæð um 60. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Blóm þola næturfrost. Uppréttur vöxtur. Stór ber sem þroskast snemma og jafnt. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 sm. Má nota sem þekjuplöntu. Danskt yrki.

Sólber ‘Storklas’ – Ribes nigrum ‘Storklas’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 150 sm. Nokkuð uppréttur vöxtur. Stór ber með þykku skinni. Ber henta því vel til frystingar. Seinþroska. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Sænskt yrki. Gróðursetjið með um 1 m millibili í frjóan og rakaheldin jarðveg. Setjið moltu eða veðraðan búfjáráburð yfir moldina snemma vors árlega. Sænskt yrki.

Stikilsber ‘Hinnonmäki’ – Ribes uva-crispa ‘Hinnonmäki’

Harðgerður, lágvaxinn (70 - 100 sm, stundum hærri), þyrnóttur berjarunni. Berin stór með áberandi æðum. Erum með annars vegar 'Hinnonmäki' með rauðbrúnum berjum og svo samsvarandi yrki með gulgrænum fullþroska berjum. Uppskerumikil yrki í fullri sól, sæmilega frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibili 70 - 80 sm. Stikilsber þola hálfskugga en þá verður uppskeran minni. Berin má nýta í sultur, grauta og fleira. Finnsk yrki. Rifsþéla getur verið vandamál.

Villijarðarber – Fragaria vesca

Harðgerð, lágvaxin, íslensk jurt. Laufblöðin þrífingruð. Smáblöðin tennt og silfurhærð á neðra borði. Blómin hvít með fimm krónublöðum og gulum fræflum og frævum. Blómgast frá því í júní og fram eftir sumri. Síðsumars geta verið blóm og þroskuð ber á sömu plöntunni. Berin eru fremur lítil en bragðgóð og þroskast síðsumars og fram á haust. Berin eru í raun útbelgdur blómbotn og aldinin (hneturnar) sitja þar utan á. Dreifir sér kynlaust með jarðlægum renglum. Þolir vel hálfskugga en þá verður minni berjaþroski. Þrífst vel í öllum sæmilega frjóum, vel framræstum jarðvegi. Heimkynni: Víða á norðurhveli jarðar þar með talið Ísland. Rósaætt (Rosaceae).