Showing 1–12 of 49 results

Álfakollur – Betonica macrantha

Harðgerð, meðalhá, fjölær jurt. Hæð um 50 sm. Laufblöðin eru egglaga til hjartalaga og bogtennt. Blómin fjólublá í krönsum í júlí til ágúst. Þolir hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Breiðir smám saman úr sér. Álfakollur fer vel í blönduðum beðum með öðrum fjölærum jurtum eða margir saman í breiðum. Millibil við gróðursetningu um 70 sm. Getur einnig vaxið hálfvilltur við litla umhirðu í frjóu landi. Eldra og þekktara fræðiheiti er Stachys macrantha. Heimkynni: Kákasus, NA-Tyrkland og NV-Íran.

Berghnoðri – Sedum reflexum

Harðgerð, lágvaxin, þekjandi, sígræn jurt. Laufið blágrænt eða rauðleitt. Blómin gul í sveipum síðsumars. Sólelskur. Þrífst best í þurrum, sendnum/grýttum jarðvegi. Hentar því best í steinhæðir, hleðslur, ker, lifandi þök o.þ.h.

Bláfífill – Cicerbita alpina

Harðgerð, hávaxin, fjölær jurt. Blómkörfurnar fjólubláar með eingöngu tungukrónum í löngum greinóttum toppum. Laufið minnir á lauf túnfífils en stórvaxnara. Getur þurft uppbindingu. Þarf frjóan, rakaheldinn jarðveg. Blómgast miðsumars. Á það til að sá sér eitthvað út. Þolir vel hálfskugga. Hentar aftarlega í blóma- og runnabeð. Heimkynni: Fjalllendi Evrópu, austur til Úralfjalla í Rússlandi.

Burnirót – Rhodiola rosea

Mjög harðgerður, íslenskur, fjölær þykkblöðungur. Laufið gráleitt. Vex upp af gildum jarðstönglum. Karlblóm gulleit en kvenblóm rauðleit. Sólelsk. Þrífst vel í þurrum jarðvegi. Burnirót hentar aðallega í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Burnirót á sér langa sögu sem lækninga- og heilsujurt.

Dílatvítönn – Lamium maculatum

Jarðlæg, þekjandi jurt. Lauf gjarnan meira og minna silfurgrátt. Blómkollar fjólubláir, bleikir eða hvítir eftir yrkjum. Skuggþolin. Þrífst best í venjulegri garðmold sem ekki er of þurr.

Dvergavör ‘Atropurpurea’ – Ajuga reptans ‘Atropurpurea’

Harðgerð, alveg jarðlæg fjölær jurt. Laufið gljáandi, dökk-purpurarautt - brúnt. Hálf-sígræn. Blómin dökkfjólublá í uppréttum klasa. Blómgast á miðju sumri. Dreifir sér út með ofanjarðar-renglum. Skuggþolin. Prýðis þekjuplanta undir trjám og inn á milli runna og fjölæringa. Þrífst í allri venjulegri garðmold svo fremi að hún sé of þurr.

Eplamynta – Mentha suaveolens

All harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Blöðin áberandi loðin. Hvít eða bleik blóm birtast stundum þegar komið er undir haust. Þrífst vel í frjóum, rakaheldnum eða jafnvel blautum jarðvegi. Sólelsk. Má nota ferska og þurrkaða í te, salöt, til að skreyta rétti og þess háttar. Eplamynta kemur fremur seint upp (júní) og gæti maður því haldið að hún væri dauð á vorin. Sjaldgæfari í ræktun hérlendis samanborið við piparmyntu (Mentha x piperita) Heimkynni: Suður- og V-Evrópa.

Fjallakornblóm – Centaurea montana

Harðgerð, meðalhá fjölær jurt (50 - 70 sm). Reifablöð græn með svörtum hárum. Jaðarblóm stór. Krónublöð blá. Frjóhnappar bleikir. Þolir vel hálfskugga.

Fjallasveipur – Adenostyles alliariae

Harðgerð, stórvaxin jurt. Hæð í kringum 1,5 m. Blómin smá, lillablá, mörg saman í all stórum sveipum. Blómgast miðsumars (júlí og fram í ágúst). Þolir vel hálf skugga. Þrífst best í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Fjallasveipur hentar aftarlega í blómabeð. Þarf yfirleitt ekki uppbindingu. Millibil allt að 1 m. Heimkynni: Fjalllendi M-Evrópu.

Fjalldalafífill – Geum rivale

Harðger, villt, íslensk jurt. Hæð um 30 - 40 sm. Blómin ferskjulituð og drjúpandi. Blómgast miðsumars. Laufin fjöðruð, loðin og tennt. Hvert aldin er með langri loðinni trjónu. Þrífst best í sæmilega frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Hentar í blómabeð með öðrum fjölæringum og runnum og í villigarða.

Forlagabrúska ‘Albomarginata’ – Hosta fortunei ‘Albomarginata’

Fremur harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 40 - 65 sm. Kemur upp seint í maí eða júníbyrjun. Laufblöð meðalstór, egglaga - hjartalaga, mött, græn með hvítum jaðri. Gulir haustlitir. Blómin ljóslilla klukkur sem raða sér upp eftir blómstönglunum sem vaxa upp fyrir blaðbreiðuna. Blómgast síðsumar og fram á haust. Þrífst best í lífrænum, rakaheldnum jarðvegi. Skuggþolin. Hefur þekjandi eiginleika. Forlagabrúska  'Albomargina' hentar í skuggsæl beð, undir trjám og runnum og þess háttar. En einnig í blómabeð á sólríkari stöðum. Brúskur eru nýttar til matar víða í Asíu. Uppruni: garðayrki.

Forlagabrúska ‘Hyacinthina’- Hosta fortunei ‘Hyacinthina’

Harðgerð, fjölær jurt. Stór, heilrennd, egglaga lauf. Gulir haustlitir. Ljóslilla blómklasar síðsumars. Hæð um 40 sm en blómklasar vaxa hærra upp. Skuggþolin. Breiðist rólega út. Þarf frjóa og jafnraka mold. Ein allra harðgerðasta brúskan. Talsvert þekjandi. Hentar sem undirgróður undir trjám, í skuggsæl horn og í blönduð blóma- og runnabeð. Millibil um 70 - 80 sm. Lauf og blaðstilkar á brúskum eru notuð í austurlenskri matargerð. Brúskur koma ekki upp úr jörðinni fyrr en í maílok eða í byrjun júní. Síðan vaxa þær hratt upp.