Showing 13–24 of 52 results

Ígulrós ‘Krístin’ – Rosa rugosa ‘Kristín’

Harðgerð, fremur lágvaxinn (1,5) runnarós. Blómin tvöfölld, rauðbleik, fremur stór, ilmandi og gjarnan nokkur saman í klasa. Rauðar nýpur þroskast að hausti. Rauðgulir - gulir haustlitir. Sólelsk. Skríður nokkuð út með rótarskotum. Vind- og saltþolin. Hentar í raðir, þyrpingar, brekkur og villigarða. Millibil: 80 - 100 sm. 'Kristín' er ein af rósum Jóhanns Pálssonar. Hún mun vera afkomandi R. rugosa 'Logafold' og (R. kamtschatica x ?).

Ígulrós ‘Logafold’ – Rosa rugosa ‘Logafold’

Rósin 'Logafold' er afrakstur rósakynbóta Jóhanns Pálssonar fyrrverandi garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. 'Logafold' er harðgerð og þétt runnarós. Vind- og saltþolin enda af ígulrósakyni (R. rugosa). Blómin eru stór, léttfyllt, fallega skálformuð, rauðfjólublá - bleik og ilmandi. Langur blómgunartími. Rauðar nýpur. Sólelsk en þolir hálfskugga. Hæð um 1,5 m. Framleidd og seld í Þöll á eigin rót. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 sm millibili. Getur einnig vaxið "villt" í sumarhúsalöndum og þess háttar. 'Logafold' er úr smiðju Jóhanns Pálssonar grasafræðings. Hún er afkomandi R. 'Charles Albanel x ?.

Ígulrós ‘Rosa Zwerg’ – Rosa rugosa ‘Rosa Zwerg / ‘Dwarf Pavement’

Harðgerð, fremur lágvaxin runnarós (100 - 130 sm). Blómin stór, tvöfölld, bleik og ilmandi. Rauðar stórar nýpur. Sólelsk. Rótarkerfið aðeins skriðullt. Vind- og saltþolin. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með um 80 sm millibili. Þýskt yrki frá 1984 úr smiðju Karl Baum.

Ígulrós / skráprós – Rosa rugosa – Íslenskar fræplöntur

Harðgerður, lágvaxinn - meðalhár  (1 - 1,5 m), heilbrigður, sumargrænn runni. Laufin eru stakfjöðruð, smáblöðin oftast sjö talsins, 8 - 15 sm löng. Smáblöðin sporöskjulaga, 3 - 4 sm á lengd og tennt. Gulir haustlitir. Greinar og blaðstilkar þyrnótt. Blómin stór, einföld, yfirleitt rauðfjólublá, ilmandi, venjulega samsett úr fimm krónublöðum. Byrjar að blómgast í júlí og blómstrar gjarnan fram á haust. Stórar rauðar, flathnöttóttar nýpur þroskast á haustin. Nýpurnar sitja gjarnan á greinunum fram á vetur sé þeim ekki safnað. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Þrífst vel í sendnum og malarbornum jarðvegi. Skríður talsvert út með rótarskotum. Tilvalin til að binda jarðveg t.d. í brekkum, röskuðum svæðum og þess háttar. Hentar í runnaraðir/limgerði á vindasömum stöðum við sjávarsíðuna. Millibil 50 sm en meira ef rósin fær að vaxa óklippt. Ef hún er klippt mikið blómstrar hún minna en ella. Ígulrós hentar til framleiðslu á nýpum sem nota má í te, sultu, grauta og fleira. Einnig nefnd "garðarós", "skráprós" og jafnvel "hansarós". Hansarós (R. rugosa 'Hansa') er vinsælt yrki af ígulrós með þéttfylltum, rauðfjólubláum blómum sem sjaldan þroskar nýpur. Við framleiðum og seljum nokkur yrki af ígulrós/ígulrósablendingum sem eru með hálffylltum og fylltum blómum eins og 'Fönn', 'Hansa', Logafold', 'Ritausma' og fleiri sem fjallað er um sérstaklega hér á síðunni. Ígulrós vex aðallega með ströndum fram þar sem hún vex villt. Upprunanleg heimkynni ígulrósar eru í A-Asíu nánar tiltekið í NA-Kína, Japan, Kóreu og SA-Síberíu. Í dag vex ígulrós víða villt í Evrópu, N-Ameríku og S-Ameríku og er þar sums staðar talin ágeng. Hefur ekki sáð sér út hérlendis svo vitað sé. Þó hafa plöntur fundist utan garða hérlendis t.d. í Vík í Mýrdal. Það gæti allt eins verið gróðursettar plöntur eða vaxið upp þar sem garðaúrgangur hefur verið losaður.

Kanelrós ‘Fazers Röda’ – R. majalis ‘Fazers Röda’

Harðgerð, meðalstór runnarós. Hæð: 150 sm eða meir. Blómin einföld, meðalstór, bleik. Rauðleitir sprotar. Greinar kanelbrúnar. Þyrnar gisnir. Rauðar nýpur. Sólelsk. Skríður nokkuð út með rótarskotum. Hentar í raðir, þyrpingar, opin svæði og sumarhúsalóðir. Millibil um 100 sm. Finnsk.

Meyjarós ‘Gréta’ – Rosa moyesii ‘Gréta’

All harðgerður meðalstór - stór runni (1,5 - 2,0 m). Blómin stór, bleik og einföld. Rauðar, flöskulaga nýpur. Sólelsk. Fer vel stakstæð eða í blönduð runnabeð. All plássfrek. Millibil alla vega 1,5 m.

Meyjarós ‘Kristine’ – Rosa moyesii ‘Kristine’

Fremur harðgerður, hávavaxinn runni (3 m). Laufblöðin stakfjöðruð, dökkgræn og mött. Smáblöð tennt, 7 - 13 talsins. Sprotar og ungir þyrnar rauðleitir. Blómin blóðrauð, einföld í júlí og fram í byrjun ágúst. Enginn eða lítill ilmur. Rauðgular, flöskulaga, fremur stórar nýpur þroskast á haustin. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk en þolir hálfskugga. Engin rótarskot. Þrífst í allri sæmilega frjórri, framræstri garðmold. má vera eitthvað malarborin og grýtt. Glæsileg stakstæð eða aftarlega í blönduðum runna- og blómabeðum. Hentar einnig í sumarhúsalönd og útivistarskóga. Meyjarós 'Kristine' er norskt úrvalsyrki frá Harstad í N-Noregi. Kom hingað til lands í gegnum Rósaklúbb Garðyrkjufélags Íslands upp úr síðustu aldamótum. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru í V-Kína. Rósaætt (Rosaceae).

Meyjarós / Hæðarós ‘Highdownensis’ – Rosa moyesii ‘Highdownensis’

Fremur harðgerð, hávaxin runnarós. Hæð: 3 - 4 m. Greinar fyrst uppréttar. Síðan útsveigðar. Laufin stakfjöðruð. 9 - 11 smáblöð. Dökkgræn og mött á efra borði. Blaðstilkar þyrnóttir. Greinar og sprotar þyrnótt. Blómin all stór, einföld, rauðbleik. Daufur ilmur. Blómgast í júlí - ágúst. Krónublöðin ljósari neðst. Gulir fræflar. Þroskar rauðgular, flöskulaga nýpur á haustin sem standa fram á vetur. Sólelsk. Meyjarós 'Highdownensis' fer vel stakstæð eða aftarlega í runna- og blómabeðum. Plássfrek. Mætti nota sem klifurrós á vegg. Getur einnig prílað upp tré. Þrífst í sæmilega frjóum, framræstum jarðvegi. Má gjarna vera sand- og malarborinn. 'Highdownensis' er ættuð frá F.C. Stern frá árinu 1928 og kennd við garð hans, Highdownensis, Sussex, Englandi. 'Highdownensis' er ýmist talin vera meyjarós eða meyjarósarblendingur (R. highdownensis) þar sem hitt foreldrið er óþekkt. Náttúruleg heimkynni meyjarrósar eru í V-Kína. Rósaætt (Rosaceae).

Renglurós ‘Dart’s Defender’ – Rosa x rugotida ‘Dart’s Defender’

Harðgerð runnarós. Hæð: 1 - 1,5 m. Laufið áberandi gljáandi. Þéttþyrnótt. Blómin meðalstór, rauðfjólublá, hálffyllt og ilmandi. Blómstrar frá miðju sumri og fram á haust. Rauðgulir haustlitir. Þroskar gjarnan rauðar nýpur á haustin. Hentar í raðir og þyrpingar og í bland með öðrum runnum. Millibil um 1 m. Skríður eitthvað út með rótarskotum. 'Dart's Defender' er tegundablendingur hansarósar (R. rugosa 'Hansa') og brúðurósar (R. nidita). Hollenskt yrki frá árinu 1971.

Rós ‘Agnes’ – Rosa ‘Agnes’

All harðgerð runnarós. Ígulrósablendingur. Laufin stakfjöðruð og áberandi krumpuð. Talsvert þyrnótt. Hæð allt að 1,5 m. Vill stundum kala. Blómstrar illa í rigningarsumrum. Blómin ljósgul, hálffyllt og ilmandi. Blómgast síðsumars. Gróðursetjið í þokkalegu skjóli á móti sól í sæmilega frjóan, vel framræstan jarðveg. Úr smiðju Dr. W. Saunders, Kanada frá árinu 1922. Rósaætt (Rosaceae).

Rós ‘Bonica 82’ – Rosa ‘Bonica 82’

Fremur viðkvæm skúfrós (floribunda). Laufið gljáandi. Greinar lítið þyrnóttar. Blómin ljósbleik, hálffyllt, mörg saman í klösum síðsumars og fram á haust. Daufur ilmur. Blómsæl. Hæð um 1 m. Hentar einnig sem klifurrós á grind við vegg. Verður þá hærri. Yfirleitt ber á einhverju haustkali. Klippið kalnar greinar að vori. Þarf sólríkan vaxtarstað með frjórri, vel framræstri garðmold. Setjið moltu eða staðið hrossatað í holuna við gróðursetningu. Þrífst ágætlega í grónum hverfum. Úr smiðju Marie Louise Meilland, Frakklandi frá árinu 1982.

Rós ‘Dornröschen’ – Rosa ‘Dornröschen’

Fremur viðkvæm beðrós. Hæð um 1 m eða rúmlega það. Blómin mjög stór, vel fyllt, fallega formuð, dökkbleik og ilmandi. Best er að rækta 'Dornröschen' upp við vegg á móti sól í skjóli. Vetrarskýli borgar sig. Sé byggt yfir rósina er best að klippa hana að hausti áður en skýlið er sett yfir. Rósin er klippt niður í u.þ.b. 20 sm. Sé ekki byggt yfir rósina er hún klippt niður að vori áður en hún laufgast. Rósir sem fá vetraskýli byrja jafnvel að blómstra í lok júní. Óskýldar rósir ekki fyrr en í ágúst. Ein allra fallegasta rósin sem hægt er að rækta hérlendis. Gengur almennt undir heitinu "dornrós" með almennings.