Showing 109–120 of 138 results

Snjóber ´Svanhvít´ – Symphoricarpos albus ‘Svanhvít’

Harðgerður, þéttur, fíngreinóttur runni. All skriðult rótarkerfi. Laufið er blágrænt. Smáar bleikar klukkur birtast miðsumars. Snjóhvít,  óæt ber í þéttum klösum þroskast á haustin. Gulir haustlitir. Snjóber eru skuggþolin en þroska lítið af berjum í skugga. Millibili 70 - 80 sm. Fuglar sækja ekki í berin og hanga þau því á runnunum fram eftir vetri og skreyta runnana og lýsa upp í skammdeginu. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Snjóber 'Svanhvít' hentar í raðir, þyrpingar og þess háttar. Afskornar greinar með berjum henta vel í skreytingar. 'Svanhvít' er íslenskt úrvalsyrki sem þroskar sérlega mikið af berjum. Náttúruleg heimkynni snjóberjarunnans eru N-Ameríka allt norður til Alaska.

Sólber ‘Melalathi’ – Ribes nigrum ‘Melalathi’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 1 - 1,5 m. Uppréttur vöxtur samanborið við flest önnur sólberjayrki. Bragðgóð og stór ber. Uppskerumikið en berjaklasar þroskast missnemma. Eitt allra vinsælasta sólberjayrkið. Mest uppskera fæst í fullri sól en runnarnir þola vel hálfskugga. Millibil um 1 m. Sólber 'Melalathi' hentar vel sem jaðar- og undirgróður í skjólbeltum. Finnskt yrki.

Sólbroddur ‘Laugardalur’ – Berberis thunbergii ‘Laugardalur’

Fremur harðgerður, þéttur, þyrnóttur, meðalstór runni. Hæð: 1,5 - 2,5 m. Nýtt lauf rauðleitt. Annars grænt - gulgrænt með rauðum jöðrum. Smá gul blóm, nokkur saman fyrri part sumars. Sólelskur. Þolir vel klippingu. Skærrauðir haustlitir í október - nóvember. Þrífst best í venjulegri garðmold. Hentar í raðir, þyrpingar, í limgerði og stakstæður. Í limgerði er hæfilegt millibil 60 - 70 sm. Annars 1 m. Yrkið er fræplanta af B. thunbergii 'Golden Ring' að talið er sem sáð var til í Grasagarði Reykjavíkur, Laugardal. Vegna þess hve sólbroddur 'Laugardalur' heldur laufinu lengi fram eftir hausti hefur hann stundum ranglega verið talinn sígrænn. Einn allra útbreiddasti broddurinn (Berberis spp.) hérlendis. Heimkynni tegundarinnar eru A-Asía þar á meðal Japan.

Sóltoppur ‘Tumi’ – Lonicera chrysantha ‘Tumi’

Harðgerður, þéttur, fíngreinóttur meðalhár runni. Hæð 1,5 m. Vaxtarlagið nánast kúlulaga. Blómin smá, fölgul. Aldinið rautt ber. Þolir hálfskugga. Þolir vel klippingu. Sóltoppur 'Tumi' hentar stakstæður, í blönduð beð með öðrum gróðri, í ker og potta. Millibil 80 - 100 sm. 'Tumi' óx upp af fræi í Þöll. Fræinu var safnað á Tumastöðum í Fljótshlíð. Yrkið er eingöngu fáanlegt í Þöll.

Spörvareynir – Sorbus californica

All harðgerður meðalhár - hávaxinn, grófgreinóttur runni. Laufið stakfjaðrað, gljáandi. Smáblöðin eru tennt og ydd í endann. Rauðgulir haustlitir. Blómin hvít í stórum sveipum snemmsumars. Stórir rauðgulir berjaklasar þroskast að hausti. Þolir hálfskugga. Spörvareynir sómir sér vel stakstæður eða í bland með öðrum runnum. Skýrður spörvareynir af Jóhanni Pálssyni grasafræðing vegna þess hve spörfuglar eins og þrestir og starar sækja mjög í berin og éta þau um leið og þau þroskast í ágústlok. Reyniáta sækir nokkuð í spörvareyni. Því er heppilegast að klippa hann að sumri til ef þörf er á því að klippa hann á annað borð. Hefur einnig verið nefndur "buskareynir". Heimkynni: Fjalllendi Kaliforníu.

Stjörnutoppur / stjörnuhrjúfur ‘Mont Rose’ – Deutzia x hybrida ‘Mont Rose’

Sæmilega harðgerður, meðalstór skrautrunni. Hæð 0,5 - 1,5 m. Blómin ljós-bleik, stjörnulaga. Blómgast síðsumars. Laufið bursthært og hrjúft viðkomu. Þolir hálfskugga. Fer vel í blönduðum runna- og blómabeðum með um 80 sm millibili.

Stórkvistur – Spiraea henryi

Harðgerður meðalstór - stórvaxinn runni (1,5 - 2,5 m). Greinar rauðbrúnar. Laufblöðin sporbaugótt - öfugegglaga. Yfirleitt tennt ofan við miðju. Gulir haustlitir. Blómin hvít í sveipum miðsumars (júlí og fram í ágúst). Bogsveigðar greinar. Gulir - gulrauðir haustlitir. Þrífst í allri sæmilega frjórri garðmold. Þolir hálfskugga. Sómir sér vel stakstæður en einnig í bland með öðrum gróðri. Hentar einnig í raðir og þyrpingar þar sem er nægt rými. Millibil um eða yfir 1 m. Líkist bogkvist (S. veitchii) en stórkvistur virðist vera harðgerðari og kala síður. Bogkvistur blómgast seinna samanborið við stórkvist eða ekki fyrr en í ágúst. Einn stórkvistur tekur um 1,5 fermeter af plássi þegar fram í sækir. Heimkynni: Fjalllendi V- og M-Kína. Rósaætt (Rosaceae).

Strandavíðir / Gulvíðir – Salix phylicifolia ‘Strandir’ (Tröllatunga)

Mjög harðgerður, íslenskur, meðalhár runni (1,5 - 2,0 m). Laufið smágert, dökkgrænt og gljáandi. Gulir haustlitir. Sólelskur. Strandavíðir er mikið notaður í limgerði og skjólbelti. Venjulega eru gróðursett 3 stk/m í limgerði. Strandavíðir er þokkalega heilbrigður þó að stundum séu fiðrildalirfur fyrri part sumars til vandræða. Strandavíðir er í raun klón af gulvíði (S. phylicifolia) ættað frá Selárdal á Ströndum. Strandavíðir var gróðursettur á sínum tíma í garðinum að Tröllatungu við Steingrímsfjörð. Þaðan dreifðist svo strandavíðirinn áfram um landið. Strandavíðir er karlkyns og því er óþrifnaður af völdum fræullar ekki vandamál samanborið við t.d. brekkuvíði (S. phylicifolia 'Brekka'). Seldur berróta, 10 stk. í búnti og stakar plöntur í pottum. Fæst einnig í fjölpotta-bökkum.

Súdetareynir – Sorbus sudetica

Harðgerður, lágvaxinn - meðalhár (1 - 3 m), fremur grófgreinóttur runni. Laufið fremur smátt miðað við aðrar reynitegundir (Sorbus spp.), gljáandi að ofan en gráloðið að neðanverðu. Blómin rauðbleik í sveipum fyrri part sumars. Rauð ber í klösum þroskast að hausti. Gulir - brúnir haustlitir. Þolir hálfskugga. Fer best í hleðslum, köntum og framanlega í blönduðum runna- og blómabeðum. Sjaldgæfur en virðist öruggur í ræktun. Uppruninn í Súdetafjöllunum á landamærum Þýskalands, Póllands og Tékklands.

Sunnukvistur – Spiraea nipponica

Harðgerður, í meðallagi hávaxinn runni (1, 5 m, stundum hærri). Greinar bogsveigðar. Blómin hvít í sveipum sem sitja eftir endilöngum greinunum. Gulir - rauðir haustlitir. Sunnukvistur fer vel stakstæður en einnig í röðum og þyrpingum eða í bland með öðrum gróðri. Millibil um 80 sm. Til að eyðileggja ekki vaxtarlagið er best að grisja gamla runna með því að klippa gamlar greinar alveg niður við jörð. Með því móti skapast rými fyrir nýjar greinar að vaxa upp sem seinna meir munu svo blómgast. Sunnukvistur þolir hálfskugga. Vinsæll og algengur um land allt. Virðist vind- og saltþolinn. Laus við meindýr og sjúkdóma.

Surtartoppur ‘Árni’ – Lonicera nigra ‘Árni’

Harðgerður, meðalstór runni. Hæð um 1,5 - 2,0 m. Laufgast snemma í maí. Laufið áberandi rauðbrúnt við laufgun og fram eftir sumri. Hvít - ljósbleik blóm snemma sumars tvö og tvö saman. Svört, óæt ber þroskast í ágúst. Skuggþolinn. Þolir vel klippingu. Hentar í blönduð beð, raðir og þyrpingar með 80 - 100 sm millibili. Góður í ker / potta einnig t.d. klipptur í kúlur. Úrvals-yrki sem valið var í Þöll úr hópi fræplantna. Blöðin eru rauðari en gengur og gerist hjá surtartoppi. Yrkið er kennt við Árna Þórólfsson starfsmann Skógræktarfélags Hfj. Aðeins fáanlegur í Þöll.

Surtartoppur / Svarttoppur – Lonicera nigra

Harðgerður, þéttur, meðalstór runni (1,5 - 2 m). Laufin eru mött og sitja gagnstætt á greinunum. Laufið gjarnan rauðbrúnleitt fyrst á vorin. Laufgast fremur snemma á vorin. Blómin smá, hvít - ljósbleik. Aldinið svart, óætt ber sem þroskast í ágúst. Blómin og berin sitja tvö og tvö saman. Skuggþolinn. Heilbrigður. Haustlitir ekki áberandi. Surtartoppur hentar í raðir, þyrpingar og limgerði. Þolir vel klippingu. Vex best í frjórri garðmold. Millibil í limgerði um 50 sm. Millibil í blandað runnabeð um 80 - 100 sm. Heimkynni: Fjallendi Mið- og Suður-Evrópu.