Showing 25–36 of 59 results

Hreiðurgreni / Sátugreni – Picea abies ‘Nidiformis’

Lágvaxinn, flatvaxinn, sígrænn, þéttur runni. Hæð um 50 sm. Breidd allt að 100 sm. Hægvaxta. Myndar engan topp. Barrið smágert, ljósgrænt - gulgrænt. Skjólþurfi og skuggþolið. Hentar í beð með sígrænum gróðri, sem undirgróður, ker í skjóli og hleðslur. Þrífst í allri venjulegri garðmold.

Hunangstoppur ‘Little Honey’ – Lonicera crassifolia ‘Little Honey’

Jarðlægur, sígrænn, hægvaxta dvergrunni. Blöðin smá, kringlótt og gljáandi. Dökkgræn en gjarnan vínrauð á veturna. Blómin gul, nokkur saman í krans miðsumars. Aldinið svart ber. Sólelskur en þolir hálfskugga. Nýlegur í ræktun og reynsla því takmörkuð. Hentar í hleðslur, kanta og ker í vel framræstum jarðvegi. Heimkynni: Kína.

Írabergflétta – Hedera hibernica

All harðgerður, sígrænn klifurrunni. Blöðin er talsvert stærri en á bergfléttu (H. helix), fagurgræn, gljáandi, heilrennd, egglaga og þrísepótt. Laufblöð á blómstrandi greinum eru frábrugðin. Þau eru smærri og yfirleitt oddbaugótt (sjá mynd). Blómgast á haustin. Blóm gulgræn í kollum, aldinið svart ber sem þroskast að vori. Blóm og ber sjást ekki oft hérlendis. Öll plantan ásamt berjunum eru vægt eitruð. Festir sig á undirlagið með sérstökum heftirótum. Getur vaxið marga metra upp veggi og trjástofna. Skuggþolin. Þrífst best í mildu úthafsloftslagi í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Getur einnig vaxið með jörðinni og þakið yfirborðið þar sem aðstæður leyfa. Hentar tæplega til rækunar inn til landsins. Sviðnar oft talsvert af salti og sólfari útmánaðanna en nær sér yfirleitt fljótt aftur. Þolir vel klippingu. Heimkynni: Atlantshafsströnd Evrópu. Bergfléttuætt (Araliaceae).

Japansýr ‘Nana’ – Taxus cuspidata ‘Nana’

Lágvaxinn - meðalhár sígrænn runni. Barrið dökkgræn og mjúkt viðkomu. Skuggþolinn. Þarf eitthvert skjól. Hægvaxta. Þolir vel klippingu. Eitraður sé hans neytt. Japansýr er kjörið að gróðursetja undir stærri trjám, í blönduð beð með ekki of ágengum plöntum og jafnvel fleiri saman í þyrpingar. Talinn vera einn harðgerðasti ýviðurinn (Taxus sp.). 'Nana' er gamalt karlkyns yrki. Millibil um 1 m.

Kanadalífviður ‘Brabant’ – Thuja occidentalis ‘Brabant’

Sæmilega harðgert, hægvaxta, þétt, upprétt, sígrænt tré. Hæð 3 - 4 m eftir 15 ár. Getur sjálfsagt náð 5 - 7 m hæð á bestu stöðum með tímanum. Breidd 1 - 1,5 m fyrstu 15 árin. Barrið hreisturkennt, grænt en gjarnan brúnleitara sérstaklega á greinaendum á veturna. Barrið ilmar sé það klippt eða nuddað. Könglar smáir, aflangir. Börkur rauðbrúnn og flagnar með tímanum af í strimlum. 'Brabant' er talið eitt harðgerðasta yrkið af lífvið til ræktunar hérlendis. Þolir vel hálfskugga. Þolir vel klippingu. Hentar í gróna, skjólgóða garða. Kanadalífviður 'Brabant' hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum runnum og smátrjám. Einnig fyrir innan skjólgirðingar og þess háttar. Hentar í ker/potta þar sem er gott skjól annars sviðnar barrið illa og plantan veslast upp. Erlendis er 'Brabant' hvað mest gróðursettur í limgerði. Þrífst í allri sæmilega frjórri, vel framræstri garðmold. Hollenskt yrki frá níunda áratug síðustu aldar. 'Brabant' er af sumum talinn vera blendingur kanada- og risalífviðar (T. plicata).

Kanadalífviður ‘Tiny Tim’ – Thuja occidentalis ‘Tiny Tim’

Sígrænn, þéttur, kúlulaga, lágvaxinn runni (1 m). Barrið er hreisturkennt og ilmandi. Þrífst í skjóli. Þolir vel hálfskugga. Kanadalífviður 'Tiny Tim' fer vel í beðum með öðrum lágvöxnum gróðri framan við hús og við dvalarsvæði. Getur lifað í pottum í góðu skjóli. Hægvaxta. Vex í kúlu eins og hann sé klipptur til.

Kínaeinir ‘Blue Alps’ – Juniperus chinensis ‘Blue Alps’

Lágvaxinn runni (um 1 m). Barrið blágrænt - grágrænt. Gjarnan koparlitaður á veturna. Greinar vaxa upp og til hliðar með ögn drjúpandi toppum. Sólelskur en þolir hálfskugga. Þarf eitthvert skjól. Skýlið fyrsta veturinn hið minnsta eftir gróðursetningu. Minnir á himalajaeini (Juniperus squamata) í útliti. Gerir litlar kröfur til jarðvegs. Þolir þó illa blautan jarðveg. Hentar í beð með öðrum sígrænum gróðri, ker í skjóli og stærri hleðslur.

Kínaeinir ‘Stricta’ – Juniperus chinensis ‘Stricta’

Sígrænt, súlulaga – keilulaga smátré. Hæð: 1,5 – 1,8 m. Barrið ljós-blágrænt – blágrátt. Sólelskur. Þrífst best í vel framræstum

Körfurunni / Brárunni – Chiliotrichum diffusum

Harðgerður, sígrænn, lágvaxinn runni (1 - 1,5 m). Blöðin fremur smá, dökkgræn að ofan, ljós að neðan. Blómin fremur smá, mörg saman, með hvítar tungukrónur og gulleytar pípukrónur. Litlar biðukollur þroskast að hausti. Sólelskur. Ættaðar frá sunnanverðri S-Ameríku og Falklandseyjum. Virðist all vind- og saltþolinn. Þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Körfurunni sómir sér vel í blönduðum beðum með runnum og blómum. Einnig fer vel á því að gróðursetja nokkra saman í þyrpingu með um 70 - 80 sm millibili. Körfurunni finnst hér og þar í görðum. Einnig nefndur "brárunni". Körfurunni minnir í útliti á rósmarín (Rosmarinus officinalis).

Kristsþyrnir ‘Alaska’ – Ilex aquifolium ‘Alaska’

Sæmilega harðgerður, sígrænn, þéttur, hægvaxta runni eða lítið tré. Vaxtarlagið breiðkeilulaga. Hefur náð um 3 m hæð hérlendis. Getur sjálfsagt orðið hærri með tímanum á góðum stöðum. Laufin eru stíf viðkomu, dökkgræn að ofanverðu með bylgjaðan og þyrnóttan blaðjaðar. Blómin smá, hvít, ilmandi, mörg saman fyrri part sumars. Aldinið rautt, óætt ber eða réttara sagt steinaldin. 'Alaska' er sjálffrjóvgandi þýskt yrki frá því um 1960. Sé karlplanta í grennd getur það þó aukið aldinmyndun. Einn harðgerðasti kristsþyrnirinn. Kristsþyrnir þrífst aðeins í skjólgóðum görðum. Þolir vel að vaxa í hálfskugga t.d. í skógarskjóli hærri trjáa og runna. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Þrífst í allri venjulegri, rakaheldinni garðmold, þó ekki í blautum jarðvegi. Gerar engar sérstakar kröfur til sýrustigs jarðvegs. Þolir ágætlega klippingu. Klippið helst síðvetrar ef þörf er á. Tegundin kristsþyrnir (I. aquifolium) vex villt víða í Evrópu, NV-Afríku og Litlu-Asíu. Kristþyrnisætt (Aquifoliaceae).

Kristsþyrnir ‘Blue Angel’ – Ilex x meserveae ‘Blue Angel’

Sígrænn lágvaxinn - meðahár runni (1 - 1,5 m). Laufið gljándi, blágræn með áberandi þyrnum á jöðrunum. Sprotar og ungar greinar dökk-fjólubláar. Kristsþyrnir er sérbýll. 'Blue Angel' er kvenkyns og þroskar rauð ber sé karlplanta t.d. 'Blue Prince' í grendinni. Þarf skjól. Þolir hálfskugga. Þrífst í frjórum, vel framræstum, aðeins súrum jarðvegi. Með harðgerðustu kristsþyrnum fyrir íslenskar aðstæður. Ilexmeserveae er blendingur á milli I. aquifolium og I. rugosa. Það var Kathleen K. Meserve frá St. James, New York sem upp úr 1950 víxlaði og kom á markaðinn yrkjum þessa blendings með það að markmiði að fá fram harðgerða kristsþyrna fyrir norðanverð Bandaríkin.

Kristsþyrnir ‘Blue Prince’ – Ilex x meserveae ‘Blue Prince’

Þokkalega harðgerður, hægvaxta, sígrænn, þéttur runni. Laufið blágrænt og þyrnótt á jöðrunum. Sprotar og ungar greinar dökk-fjólublá. Blómin smá, hvít fyrri part sumars. Þolir að vaxa í hálfskugga. Karlkyns yrki. Hentar sem frjógjafi fyrir kvk yrkin 'Blue Princess' og 'Blue Angel'. Þrífst í frjórum, vel framræstum, aðeins súrum jarðvegi. Með harðgerðustu kristsþyrnum fyrir íslenskar aðstæður. 'Blue Prince' hentar í blönduð beð með t.d. öðrum sígrænum runnum eins og auðvitað kvk yrkjum kristsþyrnis á borð við 'Blue Angel' og 'Blue Princess'. Hentar einnig með lyngrósum en kristsþyrnar gera svipaðar kröfur til jarðvegs og skjóls. Ilexmeserveae er blendingur á milli I. aquifolium og I. rugosa. Það var Kathleen K. Meserve frá St. James, New York sem upp úr 1950 víxlaði og kom á markaðinn yrkjum þessa blendings með það að markmiði að fá fram harðgerða kristsþyrna fyrir norðanverð Bandaríkin.