Showing 49–59 of 59 results

Skriðeinir ‘Limeglow’ – Juniperus horizontalis ‘Limeglow’

Lágvaxinn, útbreiddur runni. Gulleitt til bronslitað barr. Sólelskur. Þarf skjól. Hentar í ker, blönduð beð með sígrænum gróðri, hleðslur og steinhæðir. Takmörkuð reynsla en þrífst vel í trjásafninu Meltungu, Kóp.

Stjörnubláeinir – Juniperus squamata ‘Blue Star’

Harðgerður, dvergvaxinn, sígrænn, þéttur, þúfulaga runni. Hægvaxta. Barrið áberandi stál-gráblátt. Sólelskur. Hentar í hleðslur, steinhæðir, kanta, ker og á leiði ástvina. Forðist blautan jarðveg. Þarf tæplega vetrarskýlingu nema á áveðursömustu stöðum

Tindalyngrós ‘Colibri’ – Rhododendron yakushimanum ‘Colibri’

Lágvaxinn, sígrænn, þéttur, hægvaxta, hálfkúlulega runni. Hæð 50 - 100 sm. Blómin rauðbleik í knúpp en fagurbleik útsprungin. Blómgast í lok maí og fram í júní. Skjólþurfi. Þolir hálfskugga. Gróðursetjið í mómold blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Vökvið vel eftir gróðursetningu og næstu daga á eftir. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Gott er að þekja lyngrósabeð með trjákurli. Berið á um eina teskeið af blönduðum garðáburði í kringum plöntuna í maí en ekki meira það árið. Hentar framarlega í beði með öðrum lyngrósum, lyngi og öðrum sígrænum runnum. Tindalyngrósir (R. degronianum ssp. yakushimanum) eru almennt talið harðgerðari en flestar aðrar lyngrósir. Heimkynni þeirra eru á japönsku eyjunni Yakushima.

Tindalyngrós ‘Koichiro Wada’ – Rhododendron yakushimanum ‘Koichiro Wada’

Þéttur, hægvaxta, sígrænn, þéttur runni. Hæð og breidd um 60 - 70 sm. Blómin eru bleik í knúpp en hvít, bjöllulaga, mörg saman í júní. Laufið áberandi kúpt, heilrennt, öfuglensulaga, hvítloðið í fyrstu síðan dökkgræn. Laufblöð hvítloðin að neðan í fyrstu en síðan brúnloðin að neðanverðu. Skjólþurfi. Þolir hálfskugga. Gróðursetjið í mómold, blandaðri gömlu hrossataði og furunálum. Varist að planta tindalyngrós of djúpt. Gott er að setja moltu yfir lyngrósabeðin árlega eða bera á tilbúinn blandaðan áburð sem nemur um einni sléttfullri matskeið á hverja plöntu í maí. Hentar saman með öðrum lyngrósum, lyngi og sígrænum runnum á skjólsælum stað. Tegundin er ættuð frá japönsku eyjunni Yakushima. Þetta úrvalsyrki er kennt við japanskan garðyrkjumann, Koichiro Wada, sem sendi úrvalsefnivið af tindalyngrós til Rothchild frá Exbury í Cornwall, Englandi á fjórða áratug síðustu aldar. Rothchild var á þessum tíma frægasti lyngrósasérfræðingurinn.

Vaxlífviður – Thujopsis dolabrata

Sérkennilegt sígrænt tré/runni ættaður frá Japan. Minnir í útliti á grófan sýprus (Chamacyparis spp.) eða lífvið (Thuja spp.). Barrið er hreisturkennt og með áberandi hvítum varaopsröndum að neðanverðu. Hægvaxta. Þarf skjól en þolir vel hálfskugga. Þollir illa þurrk og næðing. Sjaldgæfur hérlendis.

Vetrartoppur – Lonicera pileata

Lágvaxinn (50 sm), sígrænn runni. Laufið smátt, gljándi og heilrennt. Blóm og aldin lítið áberandi. Vex meira og minna lágrétt. Skuggþolinn. Þrífst í venjulegri, framræstri garðmold á skjólsælum stöðum. Þekjandi. Skýlið fyrsta veturinn eftir gróðursetningu nema að skjólið sé þeim mun meira. Hentar framarlega í beð, sem undirgróður undir trjám og þess háttar. Millibil um 50 - 70 sm. Erlendis gjarnan gróðursettur í lágvaxin limgerði.

Vorlyng ‘Rosalie – Erica carnea ‘Rosalie’

All harðgerður, sígrænn dvergrunni. Laufblöð smá og nállaga. Græn - bronslit. Hæð: 15 sm. Blómin smá, klukkulaga, bleik snemma á vorin. Sólelskt. Vorlyng gerir ekki sérstakar kröfur til þess að jarðvegur sé súr. Íslensk mómold hentar því vel. Blandið saman við moldina gömlum furunálum. Millibil 30 - 40 sm. Hentar framarlega í beð með sígrænum gróðri sem gerir svipaðar kröfur til jarðvegs eins og barrviðir og lyngrósir. Gjarnan fer vel á því að gróðursetja nokkur vorlyng saman í þyrpingar. Þarf vetrarskýli á skjóllausum svæðum. Þýskt yrki. Náttúruleg heimkynni vorlyngs eru í fjalllendi Suður-, Mið- og A-Evrópu.

Ýviður ‘David’ – Taxus baccata ‘David’

Súlulaga smátré, gulleitt barr. Hæð allt að 2 m. Þolir nokkurn skugga. Þarf skjól. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Hægvaxta. Eitraður sé hans neytt.

Ýviður ‘Summergold’ – Taxus baccata ‘Summergold’

Lágvaxinn, þéttur runni. Vaxtarlagið er útbreitt og þekjandi. Nýja barrið er áberandi gulleitt. Þolir skugga. Þarf eitthvert skjól til að þrífast. Hentar í ker, kanta, blönduð beð, sem undirgróður og þess háttar. Einn allra harðgerasti ýviðurinn (Taxus sp.). Öll plantan er eitruð sé hennar neytt.

Ýviður-Súluýviður – Taxus baccata ‘Fastigiata’

Sígrænt, mjóslegið, þétt, skuggþolið tré/runni. Skuggþolinn. Barrið dökkgrænt og mjúkt viðkomu. Eitraður sé hans neytt. Þarf nokkurt skjól til að þrífast. Hægvaxta. Hentar í raðir, þyrpingar og blönduð beð.

Þráðsýprus / Ertusýprus ‘Filifera’ – Chamaecyparis pisifera ‘Filifera’

Sígrænn hægvaxta breiðkeilulaga runni eða smátré. Hæð 1,5 m hérlendis. Getur hugsanlega orðið hærri með tímanum í skjólgóðum görðum. Barrið hreisturkennt og gulgrænt á lit. Greinarendar slútandi, þráðmjóir. Þráðsýprus hentar í skjólgóða garða í sæmilega frjóum, rakaheldnum, framræstum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hefur reynst ágætlega í pottum í skjóli. Tegundin er ættuð frá Japan.