Showing 25–35 of 35 results

Rós ‘Max Graf’ – Rosa ‘Max Graf’

All harðgerð, jarðlæg, þekjurós. Laufið fínlegt, gljándi, stakfjaðrað. Blómin bleik, einföld með daufum ilm. Sólelsk. Fer best í hleðslum, steinhæðum og þess háttar á móti sól.

Rós ‘Rote Max Graf’ – Rosa ‘Rote Max Graf’

Jarðlæg, þekjandi rós. Blómin meðalstór, rauð. Takmörkuð reynsla. Sólelsk.

Runnamura ‘Elizabeth’ – Dasiphora fruticosa ‘Elizabeth’

Lágvaxinn, nánast jarðlægur runni. Blómin fremur stór miðið við önnur yrki af runnamuru, ljósgul. Langur blómgunartími. Blómgast fram á haust. Gulir - rauðgulir haustlitir. Sólelsk. Runnamura 'Elizabeth' sómir sér vel í pottum og kerjum, grjóthleðslum o.þ.h. Ágætis þekjuplanta þar sem hún nýtur sólar og keppir ekki við of ágengar plöntur. Gengur einnig undir heitinu runnamura 'Arbuscula'.

Runnamura ‘Goldteppich’ – Dasiphora fruticosa ‘Goldteppich’

Lágvaxinn, nánast jarðlægur runni. Fremur harðgerð. Blómin stór, gul. Blómstrar frá miðju sumri og fram eftir hausti. Blómviljug. Sólelsk. Hentar í ker, hleðslur, kanta o.þ.h.

Skriðbláeinir / Himalajaeinir ‘Blue Carpet’ – Juniperus squamata ‘Blue Carpet’

Harðgerður, sígrænn, þéttur, jarðlægur runni. Barrið ljós-blágrænt. Sólelskur. Þrífst í allri venjulegri garðmold sem má gjarnan vera blönduð sandi og/eða möl. Hentar sérlega vel í hleðslur, steinhæðir, ker og kanta. Forðist bleytu. Millibil 80 - 100 sm. Breiðir talsvert úr sér með tímanum. Þolir vel klippingu. Talsvert algengur í görðum hérlendis og reynist almennt vel. 'Blue Carpet' mun vera stökkbreyting fundin á himalajaeini 'Meyeri'.

Skriðmispill – Cotoneaster apiculatus?

Harðgerður, jarðlægur runni. Blöðin smá, dökkgræn og gljáandi. Rauðir haustlitir. Smá bleik blóm fyrri part sumars. Rauðgul ber þroskast á haustin og endast þau gjarnan langt fram á vetur. Sólelskur. Hentar í grjóthleðslur, kanta, ker o.þ.h. Ágætis þekjuplanta þar sem hann nýtur góðrar birtu. Hugsanlega eru fleiri tegundir en ein sem í daglegu tali kallast "skriðmispill". Mjög vinsæll og algengur í görðum landsmanna.

Skriðtoppur – Lonicera prostrata

All harðgerður, jarðlægur runni. Hæð um eða yfir 30 sm. Þekjandi. Laufin fremur smá, nær stilklaus, oddbaugótt eða egglaga. Blómin smá, í blaðöxlunum, tvö og tvö saman, gulleit fyrri part sumars. Þroskar rauð ber á haustin. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Þolir hálfskugga. Hentar sem undirgróður, í hleðslur og framanlega í beð. Heimkynni: V-Kína. Verður vonandi fáanlegur sumarið 2025.

Sólber ‘Polar’ – Ribes nigrum ‘Polar’

Harðgerður, lágvaxinn berjarunni. Hæð um 60. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Blóm þola næturfrost. Uppréttur vöxtur. Stór ber sem þroskast snemma og jafnt. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 sm. Má nota sem þekjuplöntu. Danskt yrki.

Urðahnoðri – Sedum lydium

Harðgerð, mjög lágvaxin, þekjandi, sígræn jurt. Laufblöð mjög smá. Oft rauðleitur sérstaklega á þurrum stöðum og yfir vetrarmánuðina. Minnir tilsýndar á mosa. Blómstönglarnir vaxa allt að 10 sm upp úr blaðbreiðunni. Blómin eru hvít eða bleik í hálfsveip. Blómgast upp úr miðju sumri og fram á haust. Fræhýðin eru áberandi rauð standa fram eftir hausti. Sólelskur en þolir þó hálfskugga. Þrífst í þurrum og rýrum jarðvegi en einnig í venjulegri garðmold. Dreifir sér út með tímanum þar sem aðstæður leyfa. Urðahnoðri hentar í steinhæðir og hleðslur. Einnig sem undirgróður þar sem ekki er of mikill skuggi. Hentar einnig á gróðurþök, veggi, í ker og potta með öðrum áþekkum plöntum eins og hnoðrum (Sedum spp.), steinbrjótum (Saxifraga spp.) og húslaukum (Sempervivum spp.). Heimkynni: Fjalllendi V- og M-Tyrklands og Armeníu. Hnoðraætt (Crassulaeae).

Vetrartoppur – Lonicera pileata

Lágvaxinn (50 sm), sígrænn runni. Laufið smátt, gljándi og heilrennt. Blóm og aldin lítið áberandi. Vex meira og minna lágrétt. Skuggþolinn. Þrífst í venjulegri, framræstri garðmold á skjólsælum stöðum. Þekjandi. Skýlið fyrsta veturinn eftir gróðursetningu nema að skjólið sé þeim mun meira. Hentar framarlega í beð, sem undirgróður undir trjám og þess háttar. Millibil um 50 - 70 sm. Erlendis gjarnan gróðursettur í lágvaxin limgerði.

Ýviður ‘Summergold’ – Taxus baccata ‘Summergold’

Lágvaxinn, þéttur runni. Vaxtarlagið er útbreitt og þekjandi. Nýja barrið er áberandi gulleitt. Þolir skugga. Þarf eitthvert skjól til að þrífast. Hentar í ker, kanta, blönduð beð, sem undirgróður og þess háttar. Einn allra harðgerasti ýviðurinn (Taxus sp.). Öll plantan er eitruð sé hennar neytt.