Showing 277–279 of 279 results

Þráðsýprus / Ertusýprus ‘Filifera’ – Chamaecyparis pisifera ‘Filifera’

Sígrænn hægvaxta breiðkeilulaga runni eða smátré. Hæð 1,5 m hérlendis. Getur hugsanlega orðið hærri með tímanum í skjólgóðum görðum. Barrið hreisturkennt og gulgrænt á lit. Greinarendar slútandi, þráðmjóir. Þráðsýprus hentar í skjólgóða garða í sæmilega frjóum, rakaheldnum, framræstum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hefur reynst ágætlega í pottum í skjóli. Tegundin er ættuð frá Japan.

Þyrnirós ‘Katrín Viðar’ – R. pimpinellifolia ‘Katrín Viðar’

Fremur harðgerður, þéttur, frekar lágvaxinn runni (1,5 m). Laufið blágrænt fínlegt, stakfjaðrað. Blómin stór, einföld, hvít en ljósbleik í knúpp. Dökkbrúnar - svartar nýpur þroskast á haustin. Græn fram á haust. Rauðgulir haustlitir í október. Sólelsk. Skríður lítið sem ekkert út með rótarskotum. Aðallega notuð í þyrpingar, raðir eða í blönduð runnabeð. Millibil allt að 70 - 100 sm. Íslenskt úrval úr Grasagarði Reykjavíkur. Yrkið er tileinkað minningu hjónanna Jóns Sigurðssonar skólastjóra og Katrínar Viðar sem árið 1961 gáfu Reykjavíkurborg safn íslenskra jurta og varð sú gjöf upphafið af Grasagarðinum. Vinsæl hérlendis sérstaklega á opnum svæðum sveitarfélaganna.

Þyrnirós (Lóurós) ‘Lovísa’ – Rosa pimpinellifolia ‘Lovísa’

Sérlega harðgerður, þéttur, fremur lágvaxinn runni (yfirleitt ekki yfir 1,5 m). Laufið blágrænt, fínlegt, stakfjaðrað. Árssprotar rauðir, mikið þyrnóttir. Blómin meðalstór, hvít, einföld og ilmandi. Blómgast í nokkrar vikur miðsumars. Blómviljug. Dökkbrúnar - svartar nýpur þroskast á haustin. Rauðgulir haustlitir. Sólelsk. Vind- og saltþolin. Skríður eitthvað út með rótarskotum. Lóurós er kjörin í raðir, þyrpingar, sumarhúsalandið og opin svæði. Millibil 80 - 100 sm. Ólafur S. Njálsson, Nátthaga valdi þessa rós úr 66 sáðplöntum sem hann fékk hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, Fossvogi árið 1979. Rósina skírði hann í höfuðið á móður sinni Lovísu Margréti Marinósdóttur. Lóurós algeng hérlendis sérstaklega á opnum svæðum sveitarfélaga. Lóurós er að mörgu leyti dæmigerð þyrnirós. Náttúruleg heimkynni þyrnirósar eru í stórum hluta Evrópu og þar með talið Ísland og NV-Afríku. Rósaætt (Rosaceae).