Showing 49–60 of 75 results

Reyniviður / Ilmreynir / Reynir – Sorbus aucuparia

Harðgert, íslenskt, lágvaxið - meðalhátt tré (5 - 12 m). Stundum runni. Ýmist ein- eða margstofna. Börkur sléttur. Brumin hærð. Laufið stakfjaðrað. Pör smáblaða 4 - 9 talsins. Smáblöðin eru lensulaga, tennt og hærð í fyrstu. Gulir - rauðir haustlitir í september og fram í október. Laufgast í maí. Blómin hvít, ilmandi í sveipum fyrri part sumars. Reyniberin sem þroskast að hausti eru rauð / rauðgul í stórum klösum. Berin þroskast í lok ágúst eða byrjun september. Þau eru yfirleitt étin upp af fuglum í október. Vex víða villtur í íslenskri náttúru. Mjög algengt og vinsælt garðtré. Fer vel stakstæður eða fleiri saman í röðum eða þyrpingum. Lágmarks-millibil á milli trjáa 3 m. Mjög breytileg tegund. Talsvert skuggþolinn sérstaklega í æsku. Reyniáta getur verið vandamál. Klippið og snyrtið reyni á sumrin til að forðast smit af reyniátu. Þrífst í öllum sæmileg frjóum, framræstum jarðvegi. Sáir sér víða út, sérstaklega í kjarr- og skóglendi, í hraunum og giljum. Vinsæl beitarplanta og hverfur yfirleitt þar sem er sauðfjárbeit. Sama á við um svæði þar sem eru kanínur. Forðist að gras vaxi upp að ungum plöntum. Heimkynni: Stór hluti Evrópu og þar með talið Ísland og N-Asía. Lang útbreiddasta reynitegundin í heiminum. Rósaætt (Rosaceae).

Risalífviður – Thuja plicata

Sígrænt, keilulaga, í meðallagi hraðvaxta tré. Óvíst er hversu hár risalífviður getur orðið hérlendis. Hefur þó náð afmarkað 12 m hæð við Jökullæk í Hallormsstaðaskógi. Barrið er hreisturkennt og ilmandi. Grænt að ofan en ljósara að neðanverðu. Ilmurinn minnir á ananas. Börkur rauðbrúnn. Þarf gott skjól í uppvextinum. Þolir talsverðan skugga. Könglarnir eru litlir og aflangir en ekki kringlóttir eins og á sýprus (Chamaecyparis spp. og Cupressus spp.). Risalífviður getur í heimkynnum sínum orðið mjög stórvaxinn og langlífur. Risalífviður þrífst helst í skógarskjóli eða í grónum görðum í frjóum, rakaheldnum en framræstum jarðvegi. Barrið verður gjarnan brúnleitara á vetrum en grænkar svo aftur ef plantan er óskemmd. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu nema að skjólið sé þeim mun meira. Þolir vel klippingu og er m.a. notaður í klippt limgerði erlendis. Risalífviðirnir okkar eru afkomendur trjánna við Jökullæk. Þau tré eru af kvæminu, Kamloops, Bresku Kólumbíu, Kanada. Þykir gott timburtré en viður risalífviðar hefur náttúrulega fúavörn og er ilmandi. Heimkynni: Norðvestanverð N-Ameríka. Grátviðarætt (Cupressaceae).

Roðakirsi – Prunus pensylvanicum

All harðgert, lágvaxið, einstofna eða margstofna tré eða runni. Hæð 3 - 7 m hérlendis. Blómin hvít í sveip. Aldinið rautt, lítið steinaldin/kirsiber, ætt. Rauðgulir - rauðir haustlitir. Börkur fallega gulbrúnn. Roðakirsi þrífst best á sólríkum stað í frjóum, vel framræstum jarðvegi. Hentar stakstætt eða fleiri saman í þyrpingum með 2,5 millibili hið minnsta. Fremur sjaldgæft hérlendis.

Rósakirsi / Kúrileyjakirsi ‘Ruby’ – Prunus kurilensis ‘Ruby’

Lítið tré eða stór runni, 2 - 3,5 m á hæð. Blómin ljósbleik í maí. Blómgast fyrir laufgun. Þroskar yfirleitt ekki mikið af berjum. Rauðir haustlitir. Þolir hálfskugga. Harðgerðasta skrautkirsið. Fallegur stakstæður eða fleiri saman með 2 m millibili.

Rósareynir – Sorbus rosea

All harðgerður hávaxinn runni eða lágvaxið tré (2,5 - 5 m). Blöðin stakfjöðruð, mött. Rauðgulir haustlitir. Fölbleik blóm í sveipum birtast fyrri part sumars. Fremur stór, bleik/rósrauð reyniber í klösum þroskast á haustin. Þolir hálfskugga. Rósareynir sómir sér vel stakur eða í bland með öðrum runnum. Fremur nýlegur í ræktun hérlendis. Minnir í útliti á kasmírreyni (S. cashmiriana). Heimkynni: Karmír í Pakistan.

Rúbínreynir – Sorbus bissetii

Stór runni eða lítið tré (3 - 5 m). Ýmist ein- eða margstofna. Brum dökkrauð. Blaðstilkar rauðleitir. Laufið allt að 20 sm á lengd, stakfjaðrað, dökkgrænt og gljáandi. Smáblaðapörin yfirleitt 11 - 15 talsins. Stundum allt niður í 9. Rauðir haustlitir í lok september og fram í október. Laufgast í maí. Blómin hvít, smá í sveip í júní. Berin vínrauð í ágúst en síðan bleik er líður að hausti. Virðist nokkuð harðgerður. Sérlega fallegt garðtré. Fremur nýlegur í ræktun hérlendis en lofar almennt góðu. Þrífst í allri sæmilega frjórri, framræstri garðmold. Hentar stakstæður, í raðir og þyrpingar. Varist að láta gras vaxa upp að stofni. Klippið og snyrtið að sumri til ef þörf krefur. Millibil alla vega 2 m. Rúbínreynir er kenndur við Dr. L. Bisset sem starfaði í Grasagarðinum í Edinborg, Skotlandi. Rúbínreynir er fræekta (apomictic). Í Bretlandi er hann stundum seldur undir yrkisheitinu 'Pearls'. Heimkynni: Kína (V-Sichuan).

Ryðelri / Ryðölur – Alnus rubra

Harðgert, hraðvaxta, einstofna, meðalstór - stórvaxið tré (10 m). Lágvaxnara og runnkendara við erfið skilyrði. Laufin eru egglaga, 7 - 15 sm á lengd, sagtennt og langydd. Blaðjaðarinn verpist aðeins niður á við. Ung lauf gjarnan rauðmenguð. Haustlitur brúnn eða frýs grænn. Rauðleitir karlreklar vaxa fram snemma vors (mars / apríl). Kvenreklar brúnir fullþroska. Minna á litla köngla. Börkur grár með ljósum þverrákum. Gjarnan ber á uppblásnum trjákvoðu-bólum á berki. Sólelskt en gerir litlar kröfur til jarðvegs. Vex eins og annað elri í sambýli við niturbindandi bakteríur. Rótarskot engin eða lítið áberandi. Ryðelri hentar stakstætt, í raðir / þyrpingar með að minnsta kosti 2,5 m millibili. Hentar einnig til skógræktar. Nýlegur í ræktun en lofar mjög góðu. Hugsanlega hentugt sem götutré. Ryðölurinn okkar er allur vaxinn upp af fræi sem safnað hefur verið hérlendis. Heimkynni: Vesturströnd N-Ameríku allt frá Alaska suður til Kaliforníu.

Selja – Salix caprea

Harðgert, í meðallagi stórvaxið tré. Hæð : 7 - 12 m. Króna í meðallagi breið. Á margstofna trjám mjög breið með tímanum. All harðvaxta. Laufið grágrænt. Ljósgulir haustlitir. Sérbýl. Blómgast fyrir laufgun silfruðum reklum í apríl. Karlreklar bera fallega gula fræfla. Börkur grár gjarnan með áberandi tíglamynstri. Sólelsk. All vind- og saltþolin. Þrífst í allri venjulegri garðmold og öðru sæmilega frjóu landi. Sendir ekki út rótarskot. Sómir sér vel stakstæð. Millibil 3 m hið minnsta. Víða gróðursett í heimilisgörðum, almenningsgörðum, með vegum, við sumarhús, í útivistarskógum o.þ.h. Varpar ekki svo miklum skugga. Þarf þokkalega frjóan, rakaheldin jarðveg til að þrífast vel.  Almennt heilbrigð og laus við asparglittu. Vörtur á laufi af völdum sagvespu (Euura bridgmanii) eru stundum áberandi sérstaklega á ungum trjám. Sáir sér sums staðar út þar sem aðstæður leyfa. Heimkynni: Evrasía.

Seljureynir – Sorbus aria / Aria edulis

All harðgert, lítið - meðalstórt tré. Laufið oddbaugótt, tennt og áberandi hvítsilfur-hært á neðra borði. Laufblöð með 10 - 14 pör æðastrengja. Blómin hvít í hálfsveip fyrri part sumars. Aldinin brún - rauð ber í klösum á haustin. Hentar sem stakstætt skrauttré í grónum lóðum. Fremur sjaldgæfur hérlendis. Þrífst best í sæmilega frjóum, vel framræstum, kalkríkum jarðvegi. Heimkynni: Stór hluti Evrópu þó ekki Norðurlöndin né Eystrasaltslöndin, N-Afríka og Kákasus. Rósaætt (Rosaceae)

Serbíugreni – Picea omorika

Sígrænt, mjóslegið, all hávaxið tré. Barrið fremur mjúkt miðað við annað greni (Picea spp.). Heilbrigt en hætt við haustkali. Mjög sjaldgæft hérlendis en lofar góðu þar sem einhvers skjóls gætir. Tekur lítið pláss. Hentar sem stakstætt eða nokkur saman í þyrpingu. Bil minnsta kosti 2,5 m. Náttúruleg heimkynni eru á litlu svæði í V-Serbíu og A-Bosníu og Hersegóvínu. Vinsælt garð- og parktré í Evrópu og N-Ameríku. Stundum ræktað sem jólatré erlendis.

Síberíuþyrnir – Crataegus sanguinea

All harðgert fremur lágvaxið tré eða jafnvel runni Hæð (4 - 7 m). Sprotar þyrnóttir. Blómin hvít í sveip, lykta. Þroskar dökkrauð, æt ber í smáum klösum á haustin. Áberandi rauðir haustlitir. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Síberíuþyrnir sómir sér vel stakstæður, í bland með öðrum gróðri, í röðum og þyrpingum með um 2,5 m millibili. Einn harðgerðasti þyrnirinn (Crataegus spp.) sem völ er á. Síberíuþyrnirinn okkar er allur ræktaður upp af íslensku fræi. Heimkynni: Síbería, Mongólía og N-Kína.

Sifjalerki – Larix × marschlinsii

All harðgert meðalstórt - stórvaxið tré. tré. Sprotar og ungar greinar áberandi rauðbrúnar. Stundum nokkuð kræklótt. Barrið blágrænt. Gulir haustlitir í október eða frýs grænt. Sólelskt. Gerir ekki miklar kröfur til jarðvegs. Blendingur evrópulerkis (L. decidua) og japanslerkis (L. kaempferi). Sumir einstaklingar eru meira evrópulerki og aðrir japans-. Fer vel stakstætt eða fleiri saman með góðu millibili (4 - 6 m). Þallarætt (Pinaceae).