Snækóróna ‘Þórunn Hyrna’ – Philadelphus ‘Þórunn Hyrna’
Harðgerður, þéttur, stórvaxinn runni (3 m). blómin hvít, stjörnulaga, meðalstór og ilmandi. Þolir hálfskugga. Harðgerðasta kórónan (Philadelphus sp.). Snækóróna ‘Þórunn Hyrna’ sómir sér einstaklega vel stakstæð en hentar einnig í raðir, þyrpingar og í beð með blönduðum gróðri. Nokkuð plássfrek.
Vörunr. a55382cb7e35
Vöruflokkar: Runnar, Tré og runnar í pottum
Tengdar plöntur
Hafþyrnir – Hippophae rhamnoides
Harðgerður, lágvaxinn - hávaxinn runni (1 - 3 m). Laufið grásilfrað. Blómin smá og lítið árberandi. Sérbýll. Kvenplöntur þroska æt ber séu karlplöntur í nágrenninu. Berin hanga á runnunum langt fram á vetur þar sem fuglar virðast lítið sækja í þau. Sólelskur. Vind- og saltþolinn. Lifir í sambýli við niturbindandi bakteríur sem gerir honum kleift að vaxa í rýrum jarðvegi. Hafþyrnir hefur mjög skriðullt og kröftugt rótarkerfi. Berin eru nýtt í sultur og þess háttar og eru sögð mjög holl. Hentar sérlega vel við sjávarsíðuna, til að binda sendinn og malarborinn jarðveg og þess háttar. Rótarskot geta verið til ama t.d. nálægt gangstéttum og þess háttar. Fer jafnvel í gegnum malbik!
Svartyllir – Sambucus nigra
All harðgerður, stórvaxinn runni. Hæð: 2 - 4 m. Grófgreinóttur. Brum gagnstæð. Blöðin stakfjöðruð, græn. Blómin hvít, mörg saman í stórum sveipum síðsumars (ágúst). Berin svört fullþroskuð en svartyllir dregur nafn sitt af liti berjanna. Nær ekki að þroska ber utandyra hérlendis. Blómin má nýta í svaladrykk. Skuggþolinn en blómgast betur í sól. Þrífst vel í venjulegri, ekki og þurri garðmold. Þrífst vel í grónum görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Millibil: 1 m eða meir. Í seinni tíð hafa komið fram yrki af svartylli með rauðbrúnum/purpurarauðum laufum og bleikum blómum eins og 'Black Lace' og 'Black Tower'
Lensuvíðir ‘Ljómi’ – Salix lasiandra ‘Ljómi’
All harðgerður stórvaxinn runni eða lítið tré (3 - 5 m). Laufið áberandi glansandi. Gulir haustlitir. Reklarnir eru ekki sérstaklega áberandi. Minnir í útliti nokkuð á bambus. Sólelskur. Hentar stakstæður, í raðir, þyrpingar, í bland með öðrum gróðri og í klippt limgerði. Fremur hraðvaxta. Karlkyns yrki valið úr efnivið úr Alaska-leiðangi Óla Vals Hanssonar og félaga árið 1985.
Japanskvistur ‘Eiríkur Rauði’ – Spiraea japonica ‘Eiríkur Rauði’
Harðgerður, þéttur fremur lágvaxinn runni. Blómin vínrauð - bleik í sveipum síðsumars. Rauðir haustlitir. Þolir hálfskugga. Hentar í ker, kanta, raðir, þyrpingar og blönduð beð. Klippið niður í um 20 - 30 sm hæð síðvetrar. Blómgast á árssprotann.
Sólbroddur ‘Laugardalur’ – Berberis thunbergii ‘Laugardalur’
Fremur harðgerður, þéttur, þyrnóttur, meðalstór runni. Hæð: 1,5 - 2,5 m. Nýtt lauf rauðleitt. Smá gul blóm. Sólelskur. Þolir vel klippingu. Skærrauðir haustlitir í október - nóvember. Þrífst best í venjulegri garðmold. Hentar í raðir, þyrpingar, í limgerði og stakstæður. Yrkið er fræplanta af B. thunbergii 'Golden Ring' að talið er sem sáð var til í Grasagarði Reykjavíkur, Laugardal. Vegna þess hve sólbroddur 'Laugardalur' heldur laufinu lengi fram eftir hausti hefur hann stundum ranglega verið talinn sígrænn. Einn allra útbreiddasti broddurinn (Berberis spp.) hérlendis.
Ilmkóróna ‘Mont Blanc’ – Philadelphus x lemoinei ‘Mont Blanc’
Fremur harðgerður, meðalstór, þéttur runni. Blómin snjóhvít, stjörnulaga og ilma sérlega vel. Blómgast síðsumars (ágúst). Sprotar rauðbrúnir. Greinar verða síðan ljósgrábrúnar. Þolir hálfskugga. Ilmkóróna sómir sér vel stakstæð en hentar einnig í raðir, þyrpingar og blönduð beð. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Algengasta kórónan (Philadelphus sp.) hérlendis.
Hnjúkarifs / Jöklarifs- Ribes glaciale
Harðgerður, þéttur, meðalhár runni. Sprotar áberandi rauðir. Minnir annars á fjallarifs (Ribes alpinum). Börkur flagnar af í rauðbrúnum næfrum. Hentar í limgerði, klippt eða óklippt. Þolir vel hálfskugga.
Þyrnirós – Rosa pimpinellifolia ‘Husmoderrosen’
Harðgerð, fremur lágvaxin runnarós. Blómin fremur smá, hálffyllt, fölbleik og ilmandi. Laufið fremur smágert, blágrænt, stakfjaðrað. Sólelsk. Þrífst best í vel framræstum, ögn grýttum og sendnum jarðvegi. Hentar í blönduð runnabeð, raðir og þyrpingar með um 80 sm millibili.