• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Search
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
Heim Fjölærar jurtir Steinahnoðri – Phedimus spurius
Baugavíðir 'Ljúfa' - Salix ovalifolia 'Ljúfa'
Back to products
Gotareynir - Sorbus teodorii

Steinahnoðri – Phedimus spurius

Harðgerð, jarðlæg sumargræn – hálfsígræn jurt. Hæð 10 – 15 sm. Laufblöðin eru gagnstæð, þykk, öfugegglaga, nýrlaga – hringlaga og tennt á efri hluta blöðkunnar. Blöðin eru gjarnan rauðmenguð á þeim plöntum sem bera rauðleit blóm. Blöðin sitja þétt á endum jarðlægra stöngla. Blómlitur er mismunandi eftir yrkjum / einstaklingum. Blómin eru stjörnulaga, bleik, hvít eða rauð. Þau eru í hálfsveip á stöngulendum. Blómgast síðsumars og fram á haust. Visnar blómskipanir standa uppréttar langt fram á næsta ár.

Steinahnoðri er sólelskur. Annars nægjusamur. Þurrkþolinn. Þrífst ekki í blautum jarðvegi. Þrífst vel í sendnum og malarbornum jarðvegi. Hentar í hleðslur, ker og sem kantplanta. Þar sem steinahnoðri er breiðumyndandi hentar hann sem þekjuplanta þar sem er sæmilega sólríkt og ekki mjög ágengt illgresi fyrir. Steinahnoðri dreifir sér all hratt þar sem aðstæður leyfa. Humlur sækja í blóm steinahnoðra. Er sagður aðeins eitraður sé hans neytt. Eldra og betur þekkt fræðiheiti þessa hnoðra er Sedum spurium.

Heimkynni: Kákasusfjöll. Hnoðraætt (Crassulaceae).

Vöruflokkar: Fjölærar jurtir, Þekjuplöntur
Share:

Tengdar plöntur

Dvergavör ‘Atropurpurea’ – Ajuga reptans ‘Atropurpurea’

Harðgerð, alveg jarðlæg fjölær jurt. Laufið gljáandi, dökk-purpurarautt - brúnt. Hálf-sígræn. Blómin dökkfjólublá í uppréttum klasa. Blómgast á miðju sumri. Dreifir sér út með ofanjarðar-renglum. Skuggþolin. Prýðis þekjuplanta undir trjám og inn á milli runna og fjölæringa. Þrífst í allri venjulegri garðmold svo fremi að hún sé of þurr.

Dílatvítönn – Lamium maculatum

Jarðlæg, þekjandi jurt. Lauf gjarnan meira og minna silfurgrátt. Blómkollar fjólubláir, bleikir eða hvítir eftir yrkjum. Skuggþolin. Þrífst best í venjulegri garðmold sem ekki er of þurr.

Japansstör ‘Ice Dance’ – Carex morrowii ‘Ice Dance’

Fjölær jurt. Laufin, löng og mjó með gulhvítum jöðrum. Hæð: 20 - 30 sm. Hentar sem þekjuplanta í meðalrökum - rökum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Hálfsígræn. Reynsla hérlendis takmörkuð.

Garðamaríustakkur – Alchemilla mollis

Mjög harðgerð fjölær jurt. Hæð: 30 - 50 sm. Stór hærð lauf. Stórir drjúpandi blómklasar með fjölda smárra gulgrænna blóma miðsumars. Þekjandi. Þolir hálfskugga. Þekjandi. Sáir sér talsvert mikið út. Millibil við útplöntun um 60 - 70 sm.

Lundahæra – Luzula sylvatica

All harðgerð, sígræn, fjölær, graskennd jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Laufið gljáandi. Hært á blaðjöðrum. Blómhnoð í smáum klösum sem standa upp úr blaðbreiðunni, brún en ekki áberandi. Lundahæra er all skuggþolin. Hentar sem þekjandi undirgróður undir trjám og runnum, í beðjöðrum, við tjarnir og læki. Breiðist rólega út. Þrífst vel í rökum - meðalrökum jarðvegi. Þolin gagnvart breytilegu sýrustigi jarðvegs þó hún vaxi venjulega villt í súrum jarðvegi. Heimkynni Evrópa og SV-Asía.

Höfuðklukka – Campanula glomerata

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 40 - 60 sm. Blómin dökk-fjólublá mörg saman í kúlulaga blómskipun. Blómgast í júlí og ágúst. Höfuðklukka er talsvert skriðul. Þolir vel samkeppni við ýmsar ágengar tegundir þ.m.t. gras. Þolir hálfskugga. Höfuðklukka fer vel í blönduðum blóma- og runnabeðum. Hentar einnig í villagarða og sumarhúsalóðir. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Þrífst ekki í bleytu eða súrum jarðvegi. Blöð og blóm eru sögð æt og má nota t.d. í salat. Heimkynni: Evrasía, allt frá Bretlandseyjum austur til Japan.

Músagin – Cymbalaria pallida

Harðgerð, lágvaxin fjölær jurt. Blómin fjólublá. Þrífst vel í sendnum jarðvegi. Hentar í hleðslur og steinhæðir. Skríður mikið út.

Skessujurt – Levisticum officinale

Harðgerð, hávaxin, fjölær jurt. Hæð: 1,5 - 2 m. Laufblöð þrífjöðruð. Skessujurt hefur lengið verið nýtt sem mat- og lækningajurt. Blómin eru gulgræn í sveip í júlí - ágúst. Þrífst best í rakaheldnum, frjósömum jarðvegi. Þolir vel hálfskugga. Náttúruleg heimkynni eru ekki nákvæmlega þekkt. Skessujurt vex í dag víða villt í Evrópu og Asíu. Ilmur og bragð minna á sellerí og steinselju en skessujurt er bragðmeiri. Blöð og unga stöngla má nota í salat og súpur. Einnig má nýta rótina sem grænmeti. Fræ skessujurtar má nota sem krydd. Bragðið heldur sér vel við þurrkun. Skessujurt er góð í kryddsmjör og með bökuðum kartöflum. Skessujurt gengur stundum undir nafninu "maggijurt" samanber "maggiurt" á dönsku og "Maggikraut" á þýsku þar sem bragð minnir á frægar pakkasúpur og súputeninga. Skessujurt hentar til gróðursetningar aftarlega í beð, í skógarjaðra eða í horn til uppfyllingar t.d. í hálfskugga. Frekar nytjajurt en skrautjurt.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.