• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Search
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
Heim Þekjuplöntur Steinahnoðri – Phedimus spurius
Baugavíðir 'Ljúfa' - Salix ovalifolia 'Ljúfa'
Back to products
Gotareynir - Sorbus teodorii

Steinahnoðri – Phedimus spurius

Harðgerð, jarðlæg sumargræn – hálfsígræn jurt. Hæð 10 – 15 sm. Laufblöðin eru gagnstæð, þykk, öfugegglaga, nýrlaga – hringlaga og tennt á efri hluta blöðkunnar. Blöðin eru gjarnan rauðmenguð á þeim plöntum sem bera rauðleit blóm. Blöðin sitja þétt á endum jarðlægra stöngla. Blómlitur er mismunandi eftir yrkjum / einstaklingum. Blómin eru stjörnulaga, bleik, hvít eða rauð. Þau eru í hálfsveip á stöngulendum. Blómgast síðsumars og fram á haust. Visnar blómskipanir standa uppréttar langt fram á næsta ár.

Steinahnoðri er sólelskur. Annars nægjusamur. Þurrkþolinn. Þrífst ekki í blautum jarðvegi. Þrífst vel í sendnum og malarbornum jarðvegi. Hentar í hleðslur, ker og sem kantplanta. Þar sem steinahnoðri er breiðumyndandi hentar hann sem þekjuplanta þar sem er sæmilega sólríkt og ekki mjög ágengt illgresi fyrir. Steinahnoðri dreifir sér all hratt þar sem aðstæður leyfa. Humlur sækja í blóm steinahnoðra. Er sagður aðeins eitraður sé hans neytt. Eldra og betur þekkt fræðiheiti þessa hnoðra er Sedum spurium.

Heimkynni: Kákasusfjöll. Hnoðraætt (Crassulaceae).

Vöruflokkar: Fjölærar jurtir, Þekjuplöntur
Share:

Tengdar plöntur

Músagin – Cymbalaria pallida

Harðgerð, lágvaxin fjölær jurt. Blómin fjólublá. Þrífst vel í sendnum jarðvegi. Hentar í hleðslur og steinhæðir. Skríður mikið út.

Berghnoðri – Petrosedum rupestre

Harðgerð, lágvaxin, jarðlæg, sígræn jurt. Blaðbreiðan er aðeins nokkrir sm á hæð. Laufið smágert, um 1 sm á lengd, sívallt, blágrænt eða rauðleitt. Laufin sitja mjög þétt á blaðsprotum en gisnar og eru meira útsveigð á blómsprotum. Laufið minnir á barrnálar en mýkra. Blómsprotarnir vaxa upp í 15 - 20 sm hæð. Meðan blómstilkarnir eru að vaxa upp drjúpir blómskipunin en snýr svo upp þegar blómin opnast. Blómin eru skærgul, stjörnulaga, all stór í greinóttum, flötum eða svolítið hvelfdum hálfsveipum. Blómgast síðsumars og fram á haust. Sólelskur. Þrífst best í þurrum, sendnum/grýttum jarðvegi. Hentar því best í steinhæðir, hleðslur, ker, lifandi þök o.þ.h. Hentar sem þekjuplanta þar sem er sólríkt, jarðvegur ekki of frjór og ekki ágengt illgresi fyrir. All hraðvaxta. Sagður ætur og notaður til manneldis sums staðar í Evrópu. Berghnoðri er betur þekktur undir fræðiheitunum Sedum reflexum og S. rupestre. Heimkynni: Fjalllendi víða í Mið- og V-Evrópu. Hnoðraætt (Crassulaceae).

Grænlandsmura – Sibbaldiopsis tridentata

Harðgerð, lágvaxin, sígræn jurt. Hæð 15 sm. Blöðin þrífingruð. Blómin hvít. Blómgast mest allt sumarið. Þrífst best í þurrum, malarbornum jarðvegi á sólríkum stöðum. Hentar í steinhæðir, hleðslur og þess háttar en einnig sem þekjuplanta þar sem jarðvegur er ekki of frjór. Laufið verður gjarnan rauðleitt á veturna. Millibil í breiðuplöntunum: 30 sm. Heimkynni: N-Ameríka þ.m.t. Grænland. Eldra fræðiheiti er Potentilla tridentata.

Venusvagn / Bláhjálmur – Aconitum napellus

Harðgerð, all hávaxin fjölær jurt. Hæð allt um og yfir 1 m. Blómin dökkfjólublá síðsumars. Mjög eitraður sé hans neitt. Þolir vel hálfskugga. Venusvagn er mjög vindþolinn og leggst ekki niður í roki og þarf því ekki uppbindingu. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Þolir vel hálfskugga. Hentar í blönduð blóma- og runnabeð. Stundum plantað í raðir til að afmarka svæði. Notið hanska þegar þið meðhöndlið venusvagn.

Kögurkolla – Tellima grandiflora

Harðgerð hálfsígræn, fjölær jurt. Hæð um eða yfir 50 sm. Laufblöðin hjartalaga, 5 - sepótt, gistennt með gisin hár. Blómin gulgræn, ilmandi í uppréttum klasa. Krónublöðin eru sérkennilega kögruð. Blómin verða gjarnan rauðleit þegar líður á sumarið. Blómgast í júní - júlí. Þrífst best í rakaheldnum, frjósömum jarðvegi. Skuggþolin og þekjandi. Sáir sér út. Hentar aðallega sem þekjuplanta undir trjám og runnum. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka. Frá Alaska í norðri til N-Kaliforníu. Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).

Forlagabrúska ‘Hyacinthina’- Hosta fortunei ‘Hyacinthina’

Harðgerð, fjölær jurt. Stór, heilrennd, egglaga lauf. Gulir haustlitir. Ljóslilla blómklasar síðsumars. Hæð um 40 sm en blómklasar vaxa hærra upp. Skuggþolin. Breiðist rólega út. Þarf frjóa og jafnraka mold. Ein allra harðgerðasta brúskan. Talsvert þekjandi. Hentar sem undirgróður undir trjám, í skuggsæl horn og í blönduð blóma- og runnabeð. Millibil um 70 - 80 sm. Lauf og blaðstilkar á brúskum eru notuð í austurlenskri matargerð. Brúskur koma ekki upp úr jörðinni fyrr en í maílok eða í byrjun júní. Síðan vaxa þær hratt upp.

Sveipstjarna – Astrantia major

Harðgerð, meðalstór, fjölær jurt. Blómin stjörnulaga, fölbleik. Þolir vel hálfskugga.

Álfakollur – Betonica macrantha

Harðgerð, meðalhá, fjölær jurt. Hæð um 50 sm. Laufblöðin eru egglaga til hjartalaga og bogtennt. Blómin fjólublá í krönsum í júlí til ágúst. Þolir hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Breiðir smám saman úr sér. Álfakollur fer vel í blönduðum beðum með öðrum fjölærum jurtum eða margir saman í breiðum. Millibil við gróðursetningu um 70 sm. Getur einnig vaxið hálfvilltur við litla umhirðu í frjóu landi. Eldra og þekktara fræðiheiti er Stachys macrantha. Heimkynni: Kákasus, NA-Tyrkland og NV-Íran.
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.