• Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Search
Menu
Gróðrarstöð Gróðrarstöð
Stækka mynd
Heim Fjölærar jurtir Rökkursteinbrjótur – Saxifraga cuneifolia
Dröfnusteinbrjótur - Saxifraga rotundifolia
Back to products
Prestabrá - Leucanthemum maximum

Rökkursteinbrjótur – Saxifraga cuneifolia

Harðgerð, lágvaxin, sígræn, fjölær jurt. Hæð 8 – 20 sm. Laufblöðin sitja í hvirfingum. Sprotar eru jarðlægir og bætast við nýjar blaðhvirfingar út frá þeim eldri. Myndar með tímanum þéttar breiður þar sem aðstæður leyfa. Laufblöðin eru fleyglaga, breið-egglaga eða því sem næst kringlótt. Þverstýfð í endann. Gjarnan tennt í efri hluta blöðkunnar. Blómsönglar rauðleitir og vaxa vel upp fyrir blaðbreiðuna. Bera nokkur eða all mörg, smá, hvít blóm stundum með gulum eða rauðleitum dröfnum. Blómgast í júní – júlí. Líkist smágerðu postulínsblómi (Saxifraga x urbium).

Rökkursteinbrjótur er skuggþolinn eins og nafnið gefur til kynna. Þrífst best í sæmilega frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Jarðvegurinn þarf ekki að vera djúpur. Hentar í beðkanta, hleðslur, ker, potta og sem undirgróður. Þar sem rökkursteinbrjótur er mjög lágvaxinn getur hann ekki keppt við hávaxið, ágengt illgresi.

Heimkynni: Fjalllendi Mið- og S-Evrópu. Steinbrjótsætt (Saxifragaceae).

Vöruflokkar: Fjölærar jurtir, Þekjuplöntur
Share:

Tengdar plöntur

Lundahæra – Luzula sylvatica

All harðgerð, sígræn, fjölær, graskennd jurt. Hæð: 30 - 70 sm. Laufið gljáandi. Hært á blaðjöðrum. Blómhnoð í smáum klösum sem standa upp úr blaðbreiðunni, brún en ekki áberandi. Lundahæra er all skuggþolin. Hentar sem þekjandi undirgróður undir trjám og runnum, í beðjöðrum, við tjarnir og læki. Breiðist rólega út. Þrífst vel í rökum - meðalrökum jarðvegi. Þolin gagnvart breytilegu sýrustigi jarðvegs þó hún vaxi venjulega villt í súrum jarðvegi. Heimkynni Evrópa og SV-Asía.

Krosshnappur – Glechoma hederacea

Harðgerð, jarðlæg fjölær, sígræn, þekjandi jurt. Laufið gjarnan rauðbrúnleitt. Laufið er ætt. Blómin fjólublá miðsumars. Þolir hálfskugga. Ilmandi. Þrífst best í frjóum, niturríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Hentar sem þekjuplanta t.d. undir trjám, í ker og potta og þess háttar. Dreifir sér með jarðstönglum. Heimkynni: Evrasía.

Garðakobbi – Erigeron speciosus

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð um 60 sm. Blómkörfurnar með fjólubláum tungukrónum og gulum pípukrónum. Blómgast síðsumars. Þrífst best í vel framræstum, aðeins sendnum jarðvegi á sólríkum stað. Hentar í blönduð beð. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka.

Valurt – Symphytum officinale

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð 60 - 100 sm. Stundum hærri. Stofnlauf stór, egglaga - lensulaga, langydd og með blaðstilk. Stöngulblöð aflöng - lensulaga og stilklaus. Stöngull hærður og vængjaður. Blómin sitja nokkur saman í kvíslskúf. Blómin fjólublá eða purpurarauð. Blómgast í júlí - ágúst. Valurt þrífst best í sæmilega rökum jarðvegi. Þolir nokkurn skugga. Hentar t.d. aftarlega í blómbeð, í villigarða og sem undirgróður undir stærri tré. Vex sums staðar sem slæðingur utan garða hérlendis. Valurt er gömul lækningajurt og þótti sérstaklega græðandi. Í dag er almennt varað við inntöku og annarri notkun valurtar vegna hættu á lifrarskemmdum. Heimkynni: Víða í Evrópu, V-Asíu á rökum svæðum.

Geitaskegg / Jötunjurt – Aruncus dioicus

Harðgerð, stórvaxinn fjölær jurt. Hæð um og yfir 1 m. Álíka breið. Blöðin stór, samsett. Sérbýllt. Karlplöntur eru aðallega ræktaðar. Stórar, keilulaga, kremhvítar blómskipanir. Myndar grjótharða, skífulaga rót. Þolir vel hálfskugga. Þrífst best í frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibil 80 - 100 sm.

Músagin – Cymbalaria pallida

Harðgerð, lágvaxin fjölær jurt. Blómin fjólublá. Þrífst vel í sendnum jarðvegi. Hentar í hleðslur og steinhæðir. Skríður mikið út.

Venusvagn / Bláhjálmur – Aconitum napellus

Harðgerð, all hávaxin fjölær jurt. Hæð allt um og yfir 1 m. Blómin dökkfjólublá síðsumars. Mjög eitraður sé hans neitt. Þolir vel hálfskugga. Venusvagn er mjög vindþolinn og leggst ekki niður í roki og þarf því ekki uppbindingu. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Þolir vel hálfskugga. Hentar í blönduð blóma- og runnabeð. Stundum plantað í raðir til að afmarka svæði. Notið hanska þegar þið meðhöndlið venusvagn.

Silkibóndarós – Paeonia lactiflora

Fjölær jurt. Hæð: 75 - 90 sm. Laufið djúpskert, gljáandi. Lauf og stönglar áberandi rauð fyrst á vorin. Gróðursetjið silkibóndarós á sólríkan og skjólgóðan stað í frjóa, velframræsta garðmold. Færið ekki aftur eftir gróðursetningu. Það tekur bóndarósir nokkurn tíma að koma sér fyrir og byrja að blómstra, gjarnan 2 - 3 ár. Setjið moltu ofan á jarðveginn á vorin. Blómin eru stór, fyllt og ilmandi. Þau þurfa gjarnan stuðning. Blómin þykja góð til afskurðar. Blómgast í júlí. Svo plönturnar setji ekki orku í fræmyndun er mælt með því að blómhöfuðin séu skorin af að blómgun lokinni. Hlífið rótunum að vetri til með lagi af trjákurli ofan á moldina. Vorið 2021 bjóðum við upp á þrjú mismunandi yrki af silkibóndarós: 'Sara Bernhardt' með fölbleikum blómum, 'Karl Rosenfield' með rauðum, blómum og 'Shirley Temple' sem er bleik í knúpp en snjóhvít útsprungin. Bóndarósir eru ekki eiginlegar rósir heldur fjölærar jurtir af bóndarósaætt (Paeoniaceae).
Kaldárselsvegi. Hafnarfirði
555 6455
skoghf@simnet.is
Tenglar
  • Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
  • Plöntuleit
  • Skógræktarfélag Íslands
  • Yndisgróður
  • Lystigarður Akureyrar
  • Sumarhúsið og garðurinn
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Garðaflóra
  • Garðyrkjufélag Íslands
Plöntuleit
  • Tré
  • Runnar
  • Skógarplöntur
  • Ávaxtatré og berjarunnar
  • Tré og runnar í pottum
  • Klifurrunnar
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar 2021
Hönnun: Veftorg vefþjónusta
  • Menu
  • Categories
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
  • Heim
  • Plöntuleit
  • Fréttir
  • Um okkur
  • Hafa samband
  • Opnunartími
Start typing to see products you are looking for.