Showing 301–312 of 331 results

Show sidebar
Loka

Sveighyrnir – Cornus sericea

Fremur harðgerður, meðalhár runni (1 - 2 m. Blöð gagnstæð, egglaga. Rauður haustlitir. Litlir hvítir blómsveipir snemmsumars. Hvít - ljósblá ber (steinaldin) þroskast í kjölfarið. Sprotar og ungar greinar rauðar. Sólelskur en þolir hálfskugga. Til að örva myndun nýrra rauðra sprota er tilvalið að klippa í burt eldri greinar alveg niður við jörð seinni part vetrar. Eldri greinar eiga það til að sveigjast niður og slá rótum. Sveighyrnir fer vel í blönduðum runna- og blómabeðum en einnig í nokkrir saman í röðum og þyrpingum með um 80 sm millibili. Ekki síður skrautlegur á veturna vegna rauða barkarlitarins samanborið við á sumrin.
Loka

Sveigsýrena ‘Agnes Smith’ – Syringa x josiflexa ‘Agnes Smith’ (hvít)

All harðgerður, hægvaxta meðalhár - hávaxinn runni (2 - 3 m). Laufið ljósgrænt, gagnstætt. Gulir haustlitir. Blómin snjóhvít í uppréttum, keilulaga klasa, ilmandi. Blómgast miðsumars (júní - júlí). Falleg stakstæð eða í bland með öðrum runnum og blómum með um 1 m millibili. Kettir sækja mjög í sveigsýrenu 'Agnes Smith'. Því verður að verja hana fyrstu árin gegn ágangi katta með t.d. hænsnaneti eða einhverju þess háttar. Þolir hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold.
Placeholder
Loka

Sveipstjarna – Astrantia major

Harðgerð, fjölær jurt. Hæð: 60 - 80 sm. Lauf með 3 - 7 flipum. Blóm í sveip. Sveipurinn umvafinn fölbleikum - grænleitum stoðblöðum. Þolir vel hálfskugga. Hentar í blönduð beð með öðrum fjölæringum. Sveipstjarna er góð til afskurðar og þurrkunar. Heimkynni: M- og A-Evrópa.
Placeholder
Loka

Sveipstjarna – Astrantia major

Harðgerð, meðalstór, fjölær jurt. Blómin stjörnulaga, fölbleik. Þolir vel hálfskugga.
Loka

Sýrena ‘Villa Nova’ – Syringa ‘Villa Nova’

Harðgerður, stórvaxinn runni (3 - 4 m). Blómin fjólubleik, mörg saman í stórum klasa, ilmandi. Þolir hálfskugga. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Ein allra besta sýrenan. Fer vel stakstæð, aftarlega í blönduðum runna- og blómabeðum eða fleiri saman í þyrpingum eða röðum. Millibil 2 m. Ekki er nákvæmlega vitað um uppruna þessa yrkis. Sýrenan mun vera kennd við Vilhjálm Sigtryggsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Loka

Úlfareynir – Sorbus x hostii

Harðgert lágvaxið tré - hávaxinn runni (2,5 - 5 m, stundum hærri). Blöðin gljáandi á efra borði, gráloðin á því neðra. Blómin bleik í sveipum fyrri part sumars. Rauð reyniber í klösum þroskast á haustin. Gulir - rauðir haustlitir. Vind- og saltþolinn. Þolir hálfskugga. Fer vel stakstæður eða í bland með öðrum gróðri. Má einnig nota í limgerði. Úlfareynir er algengur í íslenskum görðum. Berin eru ekki römm og stundum notuð til manneldis.
Loka

Úlfarunni – Viburnum opulus

All harðgerður, meðalstór runni (1, 5 - 2,5 m). Blómin hvít í sveipum síðsumars. Stundum þroskast rauð, óæt ber í kjölfarið. Rauðir haustlitir. Þolir hálfskugga. Fer vel í blönduðum runnabeðum. Þolir vel klippingu. Millibil um 1 m.
Placeholder
Loka

Urðalyngrós – Rhododendron ferrugineum

Lágvaxinn, sígrænn runni (50 sm). Laufið er smátt, ryðbrúnt á neðra borði. Blómin bleik í krönsum fyrri part sumars. Þrífst í súrum jarðvegi. Þarf nokkuð skjól. Þolir hálfskugga. Gott er að blanda furunálum saman við moldina við gróðursetningu. Rakið laufum að urðalyngrósinni á haustin. Fer vel í steinhæðum og framarlega í lyngrósabeðum.
Loka

Útlagi – Lysimachia punctata

Harðgerður fjölæringur. Hæð allt að 1 m. Talsvert skriðullt rótarkerfi. Gul blóm upp eftir stilknum birtast síðsumars. Þolir hálfskugga. Algengur.
Loka

Vaxlífviður – Thujopsis dolabrata

Sérkennilegt sígrænt tré/runni ættaður frá Japan. Minnir í útliti á grófan sýprus (Chamacyparis spp.) eða lífvið (Thuja spp.). Barrið er hreisturkennt og með áberandi hvítum varaopsröndum að neðanverðu. Hægvaxta. Þarf skjól en þolir vel hálfskugga. Þollir illa þurrk og næðing. Sjaldgæfur hérlendis.
Loka

Venusvagn / Bláhjálmur – Aconitum napellus

Harðgerð, all hávaxin fjölær jurt. Hæð allt að 1 m. Blómin dökkfjólublá síðsumars. Mjög eitraður sé hans neitt. Þolir vel hálfskugga. Venusvagn er mjög vindþolinn og leggst ekki niður í roki og þarf því ekki uppbindingu. Þrífst vel í venjulegri garðmold. Þolir vel hálfskugga.
Loka

Vesturbæjarvíðir – Salix x smithiana – Ytri Skógum

Vesturbæjarvíðir er all hraðvaxið tré eða runni. Kelur þó yfirleitt talsvert (haustkal). Verður því mjög gjarnan kræklóttur. Hentar því einungis í þokkalega hlýjum sveitum og skjólgóðum görðum. Gjarnan álíka breiður og hann er hár. Hæð: 6 - 8 m. Laufið er lensulaga, grágrænt. Sólelskur. Grænn fram á haust. Þolir vel klippingu. Um er að ræða klónaðar plöntur af tréi ársins 2018 sem stendur að Ytri Skógum undir Eyjafjöllum. Notaður stakstæður, í raðir, þyrpingar og jafnvel í limgerði. https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/vesturbaejarvidir-er-tre-arsins