Showing 325–336 of 390 results

Sólber ‘Hedda’ – Ribes nigrum ‘Hedda’

Harðgerður, fremur lágvaxinn berjarunni (Hæð 1 - 1,5 m). Stór, sérlega bragðgóð ber. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 - 100 sm. Þolir hálfskugga en mest uppskera fæst í fullri sól. Þrífst best í frjóum, ekki of þurrum jarðvegi. Greinar leggjast nokkuð niður með tímanum. Norskt yrki.

Sólber ‘Melalathi’ – Ribes nigrum ‘Melalathi’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 1 - 1,5 m. Uppréttur vöxtur samanborið við flest önnur sólberjayrki. Bragðgóð og stór ber. Uppskerumikið en berjaklasar þroskast missnemma. Eitt allra vinsælasta sólberjayrkið. Mest uppskera fæst í fullri sól en runnarnir þola vel hálfskugga. Millibil um 1 m. Sólber 'Melalathi' hentar vel sem jaðar- og undirgróður í skjólbeltum. Finnskt yrki.

Sólber ‘Polar’ – Ribes nigrum ‘Polar’

Harðgerður, lágvaxinn berjarunni. Hæð um 60. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Blóm þola næturfrost. Uppréttur vöxtur. Stór ber sem þroskast snemma og jafnt. Henta í sultur og saft. Millibil um 80 sm. Má nota sem þekjuplöntu. Danskt yrki.

Sólber ‘Storklas’ – Ribes nigrum ‘Storklas’

Harðgerður berjarunni. Hæð: 150 sm. Nokkuð uppréttur vöxtur. Stór ber með þykku skinni. Ber henta því vel til frystingar. Seinþroska. Reynist vel á höfuðborgarsvæðinu. Sænskt yrki. Gróðursetjið með um 1 m millibili í frjóan og rakaheldin jarðveg. Setjið moltu eða veðraðan búfjáráburð yfir moldina snemma vors árlega. Sænskt yrki.

Sólbroddur ‘Laugardalur’ – Berberis thunbergii ‘Laugardalur’

Fremur harðgerður, þéttur, þyrnóttur, meðalstór runni. Hæð: 1,5 - 2,5 m. Nýtt lauf rauðleitt. Annars grænt - gulgrænt með rauðum jöðrum. Smá gul blóm, nokkur saman fyrri part sumars. Sólelskur. Þolir vel klippingu. Skærrauðir haustlitir í október - nóvember. Þrífst best í venjulegri garðmold. Hentar í raðir, þyrpingar, í limgerði og stakstæður. Í limgerði er hæfilegt millibil 60 - 70 sm. Annars 1 m. Yrkið er fræplanta af B. thunbergii 'Golden Ring' að talið er sem sáð var til í Grasagarði Reykjavíkur, Laugardal. Vegna þess hve sólbroddur 'Laugardalur' heldur laufinu lengi fram eftir hausti hefur hann stundum ranglega verið talinn sígrænn. Einn allra útbreiddasti broddurinn (Berberis spp.) hérlendis. Heimkynni tegundarinnar eru A-Asía þar á meðal Japan.

Sóltoppur ‘Tumi’ – Lonicera chrysantha ‘Tumi’

Harðgerður, þéttur, fíngreinóttur meðalhár runni. Hæð 1,5 m. Vaxtarlagið nánast kúlulaga. Blómin smá, fölgul. Aldinið rautt ber. Þolir hálfskugga. Þolir vel klippingu. Sóltoppur 'Tumi' hentar stakstæður, í blönduð beð með öðrum gróðri, í ker og potta. Millibil 80 - 100 sm. 'Tumi' óx upp af fræi í Þöll. Fræinu var safnað á Tumastöðum í Fljótshlíð. Yrkið er eingöngu fáanlegt í Þöll.

Spörvareynir – Sorbus californica

All harðgerður meðalhár - hávaxinn, grófgreinóttur runni. Laufið stakfjaðrað, gljáandi. Smáblöðin eru tennt og ydd í endann. Rauðgulir haustlitir. Blómin hvít í stórum sveipum snemmsumars. Stórir rauðgulir berjaklasar þroskast að hausti. Þolir hálfskugga. Spörvareynir sómir sér vel stakstæður eða í bland með öðrum runnum. Skýrður spörvareynir af Jóhanni Pálssyni grasafræðing vegna þess hve spörfuglar eins og þrestir og starar sækja mjög í berin og éta þau um leið og þau þroskast í ágústlok. Reyniáta sækir nokkuð í spörvareyni. Því er heppilegast að klippa hann að sumri til ef þörf er á því að klippa hann á annað borð. Hefur einnig verið nefndur "buskareynir". Heimkynni: Fjalllendi Kaliforníu.

Stafafura – Pinus contorta

Mjög harðgert, meðalstórt, sígrænt tré (7 - 15 m). Lægra á vindasömum stöðum. Gerir litlar kröfur til jarðvegs. Sólelsk. Nálarnar fagurgrænar, 2 - 3 saman í knippi. Þroskar meðalstóra, kanelbrúna köngla strax á unga aldri. Algengasta furan hérlendis. Vinsælasta íslenska jólatréið. Þrífst víðast hvar á landinu. Hraðvaxnasta furan hérlendis. Sáir sér gjarnan út þar sem aðstæður leyfa. Stafafura hentar stakstæð en einnig í raðir, þyrpingar og til skógræktar sérstaklega í rýru landi. Varpar ekki eins miklum skugga og greni. Millibil ekki minna en 3 m. Gjarnan 2 m í skógrækt til að forðast miklar hliðargreinar. Tré sem hafa rými verða gjarnan mjög greinamikil og breið. Skýlið alla vega fyrsta veturinn ef gróðursett er á mjög berangurslegum stöðum. Barr roðnar gjarnan eftir mikla saltákomu af hafi. Öll stafafuran okkar er vaxin upp af íslensku fræi. Við framleiðum aðallega stafafuru af Skagway (Alaska) uppruna. Sú fura er fagurgræn allan veturinn en gulnar ekki eins og stafafura af innlandskvæmum gerir gjarnan. Stafafura er ágætis timburtré. Heimkynni: Vestanverð N-Ameríka.

Stikilsber ‘Hinnonmäki’ – Ribes uva-crispa ‘Hinnonmäki’

Harðgerður, lágvaxinn (70 - 100 sm, stundum hærri), þyrnóttur berjarunni. Berin stór með áberandi æðum. Erum með annars vegar 'Hinnonmäki' með rauðbrúnum berjum og svo samsvarandi yrki með gulgrænum fullþroska berjum. Uppskerumikil yrki í fullri sól, sæmilega frjóum og rakaheldnum jarðvegi. Millibili 70 - 80 sm. Stikilsber þola hálfskugga en þá verður uppskeran minni. Berin má nýta í sultur, grauta og fleira. Finnsk yrki. Rifsþéla getur verið vandamál.

Stjörnubláeinir – Juniperus squamata ‘Blue Star’

Harðgerður, dvergvaxinn, sígrænn, þéttur, þúfulaga runni. Hægvaxta. Barrið áberandi stál-gráblátt. Sólelskur. Hentar í hleðslur, steinhæðir, kanta, ker og á leiði ástvina. Forðist blautan jarðveg. Þarf tæplega vetrarskýlingu nema á áveðursömustu stöðum

Stjörnutoppur / stjörnuhrjúfur ‘Mont Rose’ – Deutzia x hybrida ‘Mont Rose’

Sæmilega harðgerður, meðalstór skrautrunni. Hæð 0,5 - 1,5 m. Blómin ljós-bleik, stjörnulaga. Blómgast síðsumars. Laufið bursthært og hrjúft viðkomu. Þolir hálfskugga. Fer vel í blönduðum runna- og blómabeðum með um 80 sm millibili.

Stórkvistur – Spiraea henryi

Harðgerður meðalstór - stórvaxinn runni (1,5 - 2,5 m). Greinar rauðbrúnar. Laufblöðin sporbaugótt - öfugegglaga. Yfirleitt tennt ofan við miðju. Gulir haustlitir. Blómin hvít í sveipum miðsumars (júlí og fram í ágúst). Bogsveigðar greinar. Gulir - gulrauðir haustlitir. Þrífst í allri sæmilega frjórri garðmold. Þolir hálfskugga. Sómir sér vel stakstæður en einnig í bland með öðrum gróðri. Hentar einnig í raðir og þyrpingar þar sem er nægt rými. Millibil um eða yfir 1 m. Líkist bogkvist (S. veitchii) en stórkvistur virðist vera harðgerðari og kala síður. Bogkvistur blómgast seinna samanborið við stórkvist eða ekki fyrr en í ágúst. Einn stórkvistur tekur um 1,5 fermeter af plássi þegar fram í sækir. Heimkynni: Fjalllendi V- og M-Kína. Rósaætt (Rosaceae).