Showing 325–336 of 344 results

Show sidebar
Loka

Vesturbæjarvíðir – Salix x smithiana – Ytri Skógum

Vesturbæjarvíðir er all hraðvaxið tré eða runni. Kelur þó yfirleitt talsvert (haustkal). Verður því mjög gjarnan kræklóttur. Hentar því einungis í þokkalega hlýjum sveitum og skjólgóðum görðum. Gjarnan álíka breiður og hann er hár. Hæð: 6 - 8 m. Laufið er lensulaga, grágrænt. Sólelskur. Grænn fram á haust. Þolir vel klippingu. Um er að ræða klónaðar plöntur af tréi ársins 2018 sem stendur að Ytri Skógum undir Eyjafjöllum. Notaður stakstæður, í raðir, þyrpingar og jafnvel í limgerði. https://www.skogur.is/is/um-skograektina/frettir-og-vidburdir/frettir-og-pistlar/vesturbaejarvidir-er-tre-arsins
Loka

Vesturbæjarvíðir ‘Hábær’- Salix x smithiana ‘Hábær’

Lágvaxið - meðalhátt tré eða stórvaxinn runni. Laufið grágrænt. Sprotar gulgrænir. Börkur grár og sprungin á eldri trjám. Kvk. Sólelskur. Ef til vill sami klónn og 'Ytri Skógar'. Þarf frjóan jarðveg og hlýjan vaxtarstað til að þrífast. Hætt við haustkali flest ár enda grænn fram í október. Kenndur við Hábæ á horni Reykjavíkurvegar og Skúlaskeiðs í Hafnarfirði. Hentar stakstæður og í raðir og þyrpingar. Bindið upp eftir gróðursetningu. Þolir vel klippingu / stífingu. Tegundablendingur.
Loka

Vetrartoppur – Lonicera pileata

Lágvaxinn (50 sm), sígrænn runni. Laufið smátt, gljándi. Blóm og aldin lítið áberandi. Skuggþolinn. Þrífst í venjulegri garðmold á skjólsælum
Loka

Virginíuheggur ‘Canada Red’ – Prunus virginiana ‘Canada Red’

Lítið til meðalstórt tré (5- 7,5 m). Fremur harðgert. Grænt lauf fyrri part sumars. Dökk-purpurarautt lauf upp úr miðju sumri. Skærrautt lauf á haustin. Ljósir blómklasar, svört ber. Þolir hálfskugga. Fallegur stakstæður eða innan um og framan við grænan og ljósari gróður.
Loka

Völskueyra – Cerastium tomentosum

Harðgerð, fjölær, breiðumyndandi, fjölær jurt. Hæð: 15 - 30 sm. Laufið gráloðið, hálfsígrænt. Blómin hvít, miðsumars. Blómsælt. Þrífst best í þurrum, malarbornum jarðvegi á sólríkum stað. Þolir þó hálfskugga. Völskueyra hentar í hleðslur, steinhæðir, ker og þess háttar. Breiðist talsvert út. Heimkynni: Fjalllendi SA-Evrópu.
Loka

Weymouthfura / Sandfura – Pinus strobus – Nýfundnaland

Stórvaxið tré erlendis. Sígræn. Ljóselsk. Nálar grágrænar, 5 saman í knippi. Vissara er að planta weymouthfuru í nokkru skjóli. Skýlið alla vega fyrsta veturinn eftir gróðursetningu. Nýleg í ræktun en lofar nokkuð góðu. Minni á lindifuru (Pinus sibirica) en sprotarnir eru hárlausir á weymoutfuru en þakktir rauðbrúnum hárum á lindifuru. Einnig eru nálarnir styttri samanborið við lindifuru. Könglar stórir og aflangir en hafa ekki þroskast hérlendis enn svo vitað sé. Vex best í sendnum vel framræstum jarðvegi eins og nafnið gefur til kynna. Kennd við skipstjórann George Weymouth úr Konunglega breska hernum sem kom með fræ af furunni til Englands frá Maine árið 1605.  
Loka

Yndisrós – Rosa ‘Yndisrós’

All harðgerð runnarós. Hæð: 1,5 m. Blómin lillableik, hálffyllt, meðalstór. Blómgast í júlí - ágúst. Laufið gljáandi. Sprotar rauðir. Millibil: 80 sm. Hentar í blönduð beð, raðir, þyrpingar og brekkur. Skríður talsvert út. Yndisrós er upprunanlega fræplanta úr Grasagarði Reykjavíkur. Hugsanlega er yndisrósin sé blönduð brúðurós (Rosa nitida). Yndisrósin verður stundum fyrir haustkali.
Loka

Ýviður ‘David’ – Taxus baccata ‘David’

Súlulaga smátré, gulleitt barr. Hæð allt að 2 m. Þolir nokkurn skugga. Þarf skjól. Hentar í blönduð beð með öðrum sígrænum gróðri. Hægvaxta. Eitraður sé hans neytt.
Loka

Ýviður ‘Summergold’ – Taxus baccata ‘Summergold’

Lágvaxinn, þéttur runni. Vaxtarlagið er útbreitt og þekjandi. Nýja barrið er áberandi gulleitt. Þolir skugga. Þarf eitthvert skjól til að þrífast. Hentar í ker, kanta, blönduð beð, sem undirgróður og þess háttar. Einn allra harðgerasti ýviðurinn (Taxus sp.). Öll plantan er eitruð sé hennar neytt.
Loka

Ýviður-Súluýviður – Taxus baccata ‘Fastigiata’

Sígrænt, mjóslegið, þétt, skuggþolið tré/runni. Skuggþolinn. Barrið dökkgrænt og mjúkt viðkomu. Eitraður sé hans neytt. Þarf nokkurt skjól til að þrífast. Hægvaxta. Hentar í raðir, þyrpingar og blönduð beð.
Loka

Þingvíðir – Salix viminalis ‘Þingvíðir’

All harðgerður stórvaxinn, hraðvaxta runni eða lítið tré. Hæð: 3 - 8 m. Greinar ólívugrænar. Sprotar rauðbrúnir. Blöð 10 - 15 sm og 2 - 3 sm á breidd og íbjúg. Silkihærð á neðra borði. Gulir haustlitir.  Sólelskur. Reklar fremur smáir. Birtast snemma (feb. - mars). Þingvíðir þrífst í frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Þingvíðir hentar stakstæður og í raðir og þyrpingar. Millibil 1 - 2 m. Þolir vel klippingu. Sagt er að um aldamótin 1900 hafi Tryggvi Gunnarsson (1835 - 1917) plantað þingvíði í garðinn við Alþingishúsið en Tryggvi bjó þann garð til og sinnti honum einkar vel á efri árum. Jóhann Pálsson grasafræðingur telur þennan körfuvíðiklón ættaðan frá norðanverðum Úralfjöllum eða N-Síberíu.
Loka

Þófasnepla – Hebe topiaria

Lágvaxinn (50 sm), þéttur, hálfkúlulaga dvergrunni. Laufið matt, smágert, gráleitt. Blómin hvít í sveip miðsumars. Sólelsk. Vind- og saltþolin en þolir ekki of mikið frost. Þrífst því best við sjávarsíðuna sunna- og vestanlands. Á það til að kala. Þófasnepla hentar í ker, potta, hleðslur og blönduð beð með lágvöxnum gróðri.