Showing 61–72 of 141 results

Japanskvistur ‘Odensala’ / Valhallarkvistur – Spiraea japonica ‘Odensala’

Harðgerður, lágvaxinn, þekjandi runni. Lillableikir, all stórir blómsveipir birtast síðsumars. Ekki sérlega blómviljugur. Rauðir haustlitir. Rótarkerfið er talsvert skriðult. Þolir hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Hentar sem þekjandi kantplanta og sem undirgróður. Millibil 70 - 80 sm. Finnskt yrki.

Japanskvistur / Dvergkvistur – Spiraea japonica ‘Little Princess’

Harðgerður, lágvaxinn, þéttur, hálfkúlulaga runni. Hæð um 50 sm og breidd um tæpur meter. Blómin bleik, mörg saman í sveip síðsumars. Rauðgulir haustlitir. Hentar sérlega vel í ker / potta, þyrpingar, raðir, kanta, í hleðslur o.þ.h. Millibil um 70 - 80 sm. Sólelskur en þolir hálfskugga. Klippið niður í um 20 - 30 sm seinni part vetrar. Blómgast á árssprotann. Vinsæll hérlendis.

Kákasustoppur – Lonicera caucasica

All harðgerður, þéttur, meðalhár runni (1,5 – 2,5 m). Blöðin gagnstæð. Nýtt lauf gjarnan rauðbrúnt. Blómin smá, bleik, ilmandi, tvö

Kálfaber / Vísundaber – Shepherdia canadensis

Lágvaxinn, niturbindandi runni. Laufið er grágrænt að ofan en alsett brúnum skjaldhárum á neðra borði. Sérbýlt. Blómin smá, gulgræn. Aldinið rautt, ætt ber. Sólelskur runni sem þrífst best í vel framræstum jarðvegi. Skríður ekki út með rótarskotum. Kvæmi: Alaska.

Kasmírreynir – Sorbus cashmiriana

Hávaxinn runni  (3 - 4 m). Stundum hærri. Yfirleitt margstofna. Laufblöð stakfjöðruð, samsett úr 15 - 21 smáblöðum. Blómin fölbleik í stórum, gisnum sveip fyrri part sumars. Reyniberin hvít í klösum, fremur stór og mjúk viðkomu fullþroska. Gulir - rauðgulir haustlitir. Kasmírreynir sómir sér vel stakstæður, í þyrpingum nokkrir saman eða í bland með öðrum gróðri. Einstaka sinnum notaður í limgerði. Vaknar fremur snemma af dvala á vorin (apríl). Er því nokkuð hætt við vorkali. Annars harðgerður. Reyniáta getur þó verið vandamál. Klippið og snyrtið kasmírreyni eingöngu að sumri til (júlí - ágúst) til að forðast smit reyniátu í gegnum skurðfleti. Hæfilegt bil milli plantna um 2 m. Í limgerði um 1 m. Þrífst best í vel framræstum, sæmilega frjóum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Heimkynni: Vestanverð Himalajafjöll þar með talið Kasmírhérað.

Kirtilrifs – Ribes glandulosum

Harðgerður, jarðlægur, þekjandi runni. Hæð yfirleitt aðeins 30 - 40 sm. Stundum hærra ef það nær að fikra sig upp girðingar eða upp með öðrum gróðri. Brum rauð. Laufblöð handflipótt með yfirleitt 5 flipum. Allt að 8 (10)  sm á breidd, um 6,5 sm á lengd og tvísagtennt.  Hárlaus á efra borði en hærð á æðastrengjum á neðra borði. Blaðstilkur álíka langur og blaðkan og kirtilhærður neðst. Laufið er yfirleitt smærra en á hélurifsi og meira gljáandi. Laufgast í lok apríl - maí. Rauðir haustlitir. Blómin smá, fölgræn eða ljósbleik í klösum. Lítt áberandi. Rauð, kirtilhærð, æt ber þroskast strax í ágúst. Ögn smærri eða álíka stór og venjuleg rifsber. Skuggþolið. Þrífst best í sæmilega frjóum, rakaheldnum jarðvegi. Blandið moltu eða gömlu taði saman við jarðveginn við gróðursetningu. Getur þakið 1 fermeter á fáum árum. Hentar sem undirgróður undir trjám og runnum. Þrífst illa í of þurrum og ófrjóum jarðvegi. Millibil allt að 1 m. Má setja þéttar ef óskað er eftir því að það loki yfirborðinu sem allra fyrst. Heimkynni: Alaska, Kanada, norðanverð Bandaríkin ásamt Appalasíufjöllum. Garðaberjaætt (Grossulariaceae)

Kjarrelri / Alpagrænelri – Alnus viridis subsp. viridis

Harðgerður, stór- og breiðvaxinn runni. Lágvaxnari í skriðum og áveðurs. Hæð 1 - 4 m. Álíka á breidd. Niturbindandi. Ljóselskt. Gerir litlar kröfur til jarðvegs enda dæmigerður frumherji. Forðist frostpolla. Hentar í raðir, þyrpingar, blönduð runnabeð og til uppgræðslu. Millibil 1,5 - 2 m. Hentar í skjólbelti og lítið klippt limgerði. Drjúpandi karlreklar birtast á vorin (maí). Kvenreklar minna á litla köngla. Kvenreklarnir sitja á greinunum allan veturinn. Blöð minni, kringlóttari og sléttari samanborið við blöð sitkaelris (A. sinuata). Einnig þéttvaxnara og með smágerðari rekla samanborið við sitkaelri. Grænt fram á haust og haustlitir lítið áberandi. Gerir engar sérstakar kröfur til jarðvegs. Kjarrelrið okkar er allt vaxið upp af íslensku fræi. Fræmæðurnar eru ættaðar frá Graubünden í Sviss. Heimkynni þessarar undirtegundar eru fjalllendi M-Evrópu ofan eiginlegra skógarmarka.

Klukkutoppur – Lonicera hispida

Mjög harðgerður, þéttur, meðalstór runni (1,5 m). Sprotar bursthærðir. Brum áberandi stór. Laufið gagnstætt, burstahært. Laufgast í lok apríl - maí. Blómin fölgular, all stórar drjúpandi klukkur tvær og tvær saman í maílok - júní. Aldinið aflangt, pulsulaga, rauðgult ber sem þroskast í ágúst. Óætt. Þolir hálfskugga. Þrífst í allri venjulegri garðmold. Fer vel í runnaþyrpingum, röðum og þess háttar. Millibil 70 - 80 sm. Gekk áður undir heitinu "vandartoppur". Heimkynni: Hátt til fjalla í Mið-Asía, Pakistan, Himalaja og SV-Kína.

Kólýmavíðir / Fljótavíðir ‘Hólmfríður’ – Salix schwerinii ‘Hólmfríður’

All harðgerður, stórvaxinn, hraðvaxta runni eða margstofna tré. Hæð um 3 - 5 m eða jafnvel meir. Laufin eru mjó-lensulaga, 15-20 sm á lengd, silkidúnhærð að neðan og langydd. Nær hárlaus að ofan. Vex best í næringarríkum, sæmilega rökum jarðvegi. Sólelskur. Kólýmavíðir fer vel við tjarnir, læki og þess háttar. Best fer á því að klippa hann niður annað til þriðja hvert ár til halda honum þéttum og frísklegum. Við reglulega niðurklippingu myndar kólýmavíðir langar víðitágar sem ættu að henta til körfugerðar og þess háttar. Yrkið 'Hólmfríður' er gjöf til Hólmfríðar Finnbogadóttur (1931 - 2019) sem var lengi formaður og síðan framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hfj frá Brynjólfi Jónssyni framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands. Yrki þetta er vaxið upp af græðlingum sem teknir voru í Esso (söfnunarnr. 93-053) á Kamsjatka-skaganum í Rússlandi í ferð Brynjólfs og Óla Vals til Kamsjatka árið 1993. Kólýmavíðir er sjaldæfur hérlendis. Minnir í útliti á körfuvíði (S. viminalis). Heimkynni: NA-Asía.

Koparreynir – Sorbus frutescens

Harðgerður meðalhár - hávaxinn runni (2 - 3 m). Brum nær svört. Greinar útsveigðar með tímanum og dálítið drjúpandi. Blöðin dökkgræn, mött, fínleg, stakfjöðruð og allt að 18 sm löng. Smáblaðapör venjulega 11 - 12 talsins. Smáblöð 15 - 24 mm löng alla jafna, tennt, egglaga - lensulaga. Rauðir haustlitir í september. Smáir, hvítir blómsveipir snemmsumars. Hvít - fölbleik ber í stórum klösum þroskast á haustin. Mikið af berjum þroskast á hverju hausti einnig þó sumarið sé slakt!. Koparreynir er "apomictic" smátegund og er því einsleitur upp af fræi. Koparreynir þrífst í allri venjulegri garðmold sem ekki er of blaut. Koparreynir er glæsilegur stakstæður. Einnig fallegur í röðum og þyrpingum með 1 - 1,5 m millibili. Koparreyni má einnig gróðursetja í limgerði sem eru ýmist klippt eða meira og minna óklippt. Hæfilegt millibil er 50 - 60 sm í limgerði. Koparreynir er fallegastar í fullri sól en þolir vel hálfskugga. Klippið á sumrin en ekki að hausti eða vetri til að forðast reyniátu (Cytospora rubescens). Koparreynir er vinsæll og algengur í íslenskum görðum. Heimkynni: Kína. Líklega frá NV-Gansu. Rósaætt (Rosaceae).

Kóreuklukkurunni – Weigela coraeensis

Harðgerður, meðalhár runni. Rauð, lúðurlaga blóm miðsumars. Þolir hálfskugga. Fer vel í blönduðum runna- og blómabeðum með um 80 sm millibili.

Körfuvíðir ‘Katrín’ – Salix viminalis ‘Katrín’

Harðgerður, hávaxinn runni (3 - 5 m). Laufið er áberandi mjólensulaga. Græn að ofan en silkihærð á neðra borði. Gulir haustlitir. Sólelskur. Þolir vel klippingu. Til að körfuvíðir þrífist þarf jarðvegurinn að vera frjór og sæmilega rakur. Sprotar og ungar greinar eru gulgrænar eða gulbrúnar. Fer sérlega vel við tjarnir og læki. All plássfrekur. Millibil þarf að minnsta kosti að vera 150 sm. Körfuvíðir 'Katrín' er hingað kominn frá grasagarðinum í Uppsölum, Svíþjóð. Jóhann Pálsson grasafræðingur tók þar græðlinga og flutti til landsins. Líklega kom víðirinn frá Pétursborg í Rússlandi til Uppsala. Því þótti Jóhanni við hæfi að skíra þennan kvenkyns klón 'Katrínu' í höfuðuð á Katrínu miklu keisaraynju.